Föstudagur 21.12.2007 - 12:49 - Rita ummæli

Pirraður Páll.

Hann er heldur betur sperrtur hann Páll Magnússon útvarpsstjóri. Hrokafullur og stóryrtur ef menn hafa skoðanir á því hvernig rúv er rekið. Er fyrir löngu búinn að gleyma öllum yfirlýsingunum sínum frá því að hann vann hjá einkaframtakinu. Þá var það hann sem vældi. Nú eru aðrir í því en prinsippin eru samt þau sömu.

Auðvitað má hann auglýsa í skaupinu. Af því að honum er það heimilt samkvæmt lögum. Mér finnst óþarfi að þrasa um smekk. Hvort á að hafa leyfi til þess að auglýsa yfirleitt er svo annað mál. Mín skoðun er sáraeinföld og hefur ekkert breyst frá því að ég var sammála Páli á sínum tíma. Ríkisfyrirtæki á ekki að standa í samkeppni við einkafyrirtæki. Það er ójafn leikur. Ekki vildi ég keppa við ríkisrakarastofur.

Ríkisforstjórar virðast margir festast i sama fari og Páll. Öryggið og tryggingin um að vera ekki látinn fara alveg sama hvernig mönnum tekst ekki að reka fyrirtækin án stórtaps árlega virðist svipta menn auðmýkt. Pirringurinn yfir því að litlir kallar út í bæ séu með moðreyk fer í taugarnar á Páli.

Það fer honum illa ekki síst í ljósi sögunnar.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur