Þá vitum við það. Bhutto lést af völdum höfuðhöggs. Nánast vinnuslys. Ekkert skot eða sprengjubrot. Innanríkisráðuneytið hefur sagt þetta og þá er engin ástæða til þess að draga fréttina í efa.
Leyniþjónustan hefur svo rakið símtal frá háttsettum aðila al kaida sem heyrist óska öðrum til hamingju mað drápið. Þessi sami sími var greinilega ekki hleraður daginn áður því þá hefði hugsanlega verið hægt að heyra um það sem stæði til daginn eftir.
Lái mér hver sem vill. Ég bara trúi ekki einu orði af þessu. Ólíkindalegt allt saman og reyfarakennt. Rannsókn málsins bara lokið áður en hún hófst. Frábær frammistaða og trúlega heimsmet. Hvar voru þessir menn þegar Kennedy var skotinn?
Alveg er þó hugsanlegt að ég hengi hér bakara fyrir smið en þá verður svo að vera. Hef fyrir margt löngu misst trú að stjórnvöldum í Pakistan og treysti fáu sem þaðan kemur.
Þessir tappar njóta ekki vafans.
Röggi.
Hey Röggi, værirðu ekki bara til í að skrifa aðallega um það sem þú veist eitthvað um, þ.e.a.s. ekkert. Okkur hinum væri mikill greiði gerður./Sverrir
Er þetta ekki alltaf svona? Allstaðar? 9/11 2001, 7/7 2005, …
Hverjir eruð þið þessir „hinir“?Sýnist á athugasemd þinni að þú teljir þig í það minnsta vita töluvert meira en ég og þá ættir þú að vita um skýlausan rétt þinn til þess að sneyða hjá því að lesa það sem ég skrifa.Hvet þig eindregið til þess að nýta þér þennan rétt í hvívetna.
Nú! Hélt hún hefði dáið í bílslysi. Hún er allavegana sögð hafa staðið í bílnum sínum veifandi fólksfjöldanum út um topplúguna þegar hún skyndilega varð fyrir skoti. Og sprengingu. Maður lifandi, hvílík óheppni….Gunnar B… ekki einn af hinum.
Já það er spurningen hver felur sig undir skrifborðinu núna í Pakistan.Og Robert Gates, hann sagði í fréttum 21. des. að Al Kaida væru að auka baráttuna. Hvað er bandaríska herstjórnin búinn að dæla miklum peningum í þessa herstjórn og svo vita þeir að átökin eru að aukast en gera ekki neitt. Nema hvað???Aðalspurning næsta árs er þess vegna hverjir eru eiginlega stærstu bófarnir? Einhvers konar vísbending; geta það verið þeir ólæsu og fátæku eða þeir sem aðstoða með fullkominn njósnatæki, með góðan samstarfsvilja með vopnaframleiðendur og áhuga á að svo verði framleiðis? Það getur líka verið árangursríkt að landið logi af óeirðum, því þá hugar fólk ekki að öðru.Og hvernig er eiginlegt sálarlíf hjá þeim þjóðarleiðtogum sem þurfa að lesa upp viðbrögð sín við þessu morði? Athyglisvert að sjá það.