Sunnudagur 30.12.2007 - 14:56 - Rita ummæli

Oftalin handboltamörk.

Áhugaverð staða er kominn upp í handboltanum. Taplið úrslitaleiks karla í deildarbikarkeppninni hyggst kæra framkvæmd leiksins. Svo viðist sem sigurliðið hafi fengið einu marki of mikið skráð en leikurinn vannst með tveimur.

Fullkomlega er eðlilegt að menn láti reyna á dómstóla við þessar aðstæður. Þekki ekki reglur handboltans en mig minnir að hjá okkur í körfuboltanum sé undirrituð skýrsla að leik loknum látin standa hvort sem mönnum finnst það sanngjarnt eður ei.

Frammarar reyndu lengi að kæra úrslit og framkvæmd bikarúrslitaleiks sem við Valsmenn unnum sællar minningar hér um árið. Það gékk ekki og ég spái því að svo fari núna líka.

Mér sýnist tilhneygingin vera sú að finna þægilegustu lausnina frekar en þá sanngjörnustu. Það þykir vera mikið vesen að spila leikinn aftur. Hef ekki trú á að sú leið verði valin.

Ég held samt að það væri bara gott fyrir alla spila aftur. Mikill þrýstingur yrði á öllum og umfjöllun eftir því. Gaman, gaman.

Sjáum hvað setur.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur