Mánudagur 31.12.2007 - 18:13 - 2 ummæli

Óbirtir tölvupóstar.

Fréttablaðið sagði frá því að Jón Gerald hafi nú sent fjölmiðlum útskiftir af tölvusamskiptum sínum við baug. Margt af því áður óbirt segir hann þó hluti póstanna hafi verið dómsskjöl í málarekstrinum. Hann fullyrðir að þessi samskipti varpi ljósi á hvers vegna hann hafi talið sig með gott mál í höndunum.

Auðvitað er margir orðnir hundþreyttir á þessu máli eins og stefnt var að. En ég get samt ekki að því gert að ég bíð í ofvæni eftir því að þeir fjölmiðlar sem töldu nauðsyn að birta tölvupósta sem snérust um Jónínu Ben og hennar mál öll taki sig nú til og birti þessa líka sér í lagi vegna þess að það er heimilt að þessu sinni og varla siðlaust.

það gæti að vísu farið fyrir brjóstið á eigendum en nú er tímabært að reka af sér slyðruorðið. Ég sjálfur sé enga góða ástæðu fyrir því að gera það ekki. Þögning er hávær.

Af hverju er það?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Öfundsýki hanns hefur blindað skynsemina.

  • Brjánn Jónasson

    Þögnin getur varla verið orðin mjög hávær, fjölmiðlar fengu gögnin eftir hádegi á sunnudag. Fréttablaðið og Mogginn koma næst út á morgun. Nú er búið að senda einhver þúsund af blaðsíðum. Ég reikna með að hver sem er sem ekki þekkir gögnin þurfi talsverðan tíma til að fara yfir þetta og leita frétta. Flest af því sem ákæruvaldið og verjendur telja mikilvægt hefur svo auðvitað komið fram undir rekstri málsins.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur