Þá er búið að koma Þorsteini Davíðssyni fyrir i kerfinu. Og vandlætingarkórinn byrjar strax og kyrja spillingarkvæðin. Fyrst þegar ég heyrði þetta hugsaði ég um það hversu óánægður ég væri með það að minn flokkur væri að gefa höggstað á sér með svona löguðu. Ég segi minn flokkur því ég er blár og oftast harla […]
Ég hef áður skrifað um málefni KSÍ í nútíð og þátíð. Þar hefur verið af nægu að taka. Allt frá því þegar fyrrverandi formaður lét það viðgangast að einn besti sonur íslenskrar knattspyrnu, Guðni Bergs, var gerður útlægur vegna skapgerðabresta þáverandi þjálfara til þeirra óleystu vandamála sem tengjast fyrirliða liðsins í dag. Þá eins og […]
Ég er að ég held bara ósköp venjulegur fýr. Hvorki betri eða verri en flestir. Hef einfaldar þarfir yfirleitt. Þoli ekki óréttlæti heimsins hvernig sem það birtist. Get aftur á móti rifist um hvernig best er að vinna á vandanum. Sat fyrir framan sjónvarpið í kvöld og sá fyrir tilviljun þátt um konur í Afghanistan. […]
Hvernig ætli standi á því að Kalli Bjarni þorir ekki að segja frá þeim sem fengu hann til að að burðast með dóp til landsins? Jú örugglega að hluta til óttinn við hefnd en kannski líka vegna þess að alls ekki er hægt að átta sig á því hver hagur mannsins væri af því að […]
Glimrandi fín frétt á rúv í kvöld um verðmun á þjónustu hársnyrtistofa. Hellings verðmunur sem er gott og eðlilegt. Fréttamaðurinn taldi fréttina reyndar vera þessi mikli verðmunur. Stundum allt að helmingsmunur. Þetta eru góð tíðindi af greininni hefði ég haldið. Eðlileg samkeppni og mikill verðmunur. Við erum orðin svo vön verðsamráði og einnarkrónu verðmuninum sem […]
Það er ekki ofsögum sagt að hann sé sársvekktur þjálfari kvennaliðs stjörnunar í handbolta. Aganefnd HSÍ tók myndarlega á ummælum hans síendurteknum í fjölmiðlum. Gæti skrifað mikinn langhund um það hvernig þeir sem tengjast íþróttum geta misskilið margt sem kemur að dómgæslu. Þjálfarinn er einn af þeim þó að ég geti alveg skilið að ekki […]
það hljóta að hafa verið góðar ástæður fyrir því að við fórum inn í schengen samstarfið á sínum tíma. Einhver þægindi fylgja þessu. Við losnum við biðraðir á flugvöllum, sumstaðar. Það er kostur. Og líklega einhverjir aðrir praktískir kostir sem ekki blasa við leikmanni eins og mér. Ókostirnir eru sýnilegir eins og stundum áður. Mikill […]
Handbolti eru ekki mínar ær og kýr. Læt mér almennt í léttu rúmi liggja hvernig kaupin gerast á eyrinni hjá handboltafólkinu. Ég vissi til dæmis ekki að til væri síða sem heitir handbolti.is fyrr en Rúnar vinur minn benti mér á hana. Þar er að finna viðtöl sem stjórnarmaður HSÍ tekur við ungt handboltafólk af […]
Öryggisráð feministafélags Íslands. Ég endurtek. Öryggisráð feministafélags Íslands. Þetta hlýtur að vera spaug. Líklega eru hér áhrifin af skagaspaugi Vífils símadóna að koma fram. Nú skal það frábæra grín toppað. Vissi ekki að þetta ráð væri til og grunaði ekki heldur að það þyrfti að vera til. Baráttan er vissulega hörð og sækist líklega ekki […]
Nú er vá fyrir dyrum. Ögmundur Jónasson var klökkur af geðshræringu í þinginu. Hvað er það versta sem fyrir okkur gæti komið? Jú, einkarekin heilbrigðisþjónusta. Ríkisstjórnin er að „hrekja“ okkur til þess að einkareka þjónustu við sjúka. það væri dauðans alvara. Þá fá sjúkir og laskaðir enga þjónustu. Verða reknir á dyr fótbrotnir og fárveikir, […]