Föstudagur 04.01.2008 - 23:48 - Rita ummæli

Skemmtilegur Jón Viðar.

Ég hef áður lýst því að Jón Viðar gangrýnandi finnst mér ljómandi skemmtilegur. Ég sæki leikhús að vísu ferlega stopult en les allt sem karlinn skrifar með bestu lyst. Mér finnast greinar hans matarmiklar. Hann er að sönnu fremur neikvæður oft og þá getur hann orðið verulega kjarnyrtur. Súsanna Svavarsdóttir var í svipuðum vandræðum á sínum tíma. Jónas Sen býr líka við almennt óþol í sinn garð. Þykir leiðinlegur og neikvæður. Samt er það þannig að listamenn taka ekki meira mark á neinum en þessu fólki þegar það er jákvætt. Hvernig má það vera?

Ætla ekki að endurtaka það sem ég hef sagt um Guðjón Pedersen og ákvörðun hans um bannfæringu Jóns. Vitlausara getur það varla orðið. Mæli eindregið með því að fólk lesi þessa nýjustu söngva satans og felli sjálft sinn dóm um ákvörðun æðsta prests.

Margir þola Jón Viðar illa. Sérstaklega þeir sem muna eftir honum úr sjónvarpi. Skraufaþurr og húmorslaus þá en í dag litríkur og ruddalega skemmtilegur og fyndinn. Enginn getur efast um faglega þekkingu hans en eins og áður er hægt að þrasa um hvort er fegurra rautt eða blátt.

Hann þorir að hafa skoðanir í þessu pínulitla íslenska listaþorpi. Lætur það meira að segja henda sig að efast um okkar færustu menn. Því eiga þeir auðvitað ekki að venjast en hafa án efa gott af.

Svo þorir hann líka að hrífast og þá er það extra gaman. Endalausar lofrullur þar sem ganrýnendur sitja opinmynntir yfir öllu eru þreytandi og ósannfærandi.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur