Laugardagur 05.01.2008 - 23:03 - Rita ummæli

Sami rassinn undir þeim…

Það er ekki laust við að eitthvað sé minna loftið í mörgum vinstri manninum núna þegar kemur að því að félagi Össur liggur undir ámæli vegna þess hvernig hann fer með ráðningar.

Hér sannast það sem ég hef of sagt. það er enginn munur á mönnum í þessu tilliti. Kannski finnst fólki heldur minna atriði hver verður orkumálastjóri en dómari en prinsippin eru þau sömu.

Það virðist sem eðli stjórnmála sé einfaldega þannig að flokksmönnum er troðið kerfisbundið út um alla stjórnsýsluna og gildir einu hvaða flokkar eiga í hlut. Helsti munurinn nú er að metnaðarlausir blaðamenn og pólitískir virðast ætla að láta Össur sleppa öllu auðveldar frá sínu en Björn. Hvað ætli ritstjórar DV skrifi margar greinar um þessi nýjustu embættisverk Össurar?

Eitthvað er þetta kerfi okkar ekki að gera sig. Til hvers er verið að fá nefndir fagmanna til þess að gefa álit sitt fyrirfram? Svoleiðis hefur ekkert vægi ef einhver gæðingurinn er næstur í röðinni.

Nú taka menn sér nokkra daga í að birta rökstuðning fyrir ákvörðun sem er löngu tekin. Hvurslags stjórnsýsla er það eiginlega. Ef rökstuðningurinn var til þá er ekkert að vanbúnaði.

Við erum eiginlega höfð að fíflum í þessa ítrekað. Niðurstaða mín verður ávallt sú sama. Hættum að treysta á sanngirni og heiðarleika manna. Breytum kerfinu svo mis misheppnaðir stjórnmálamenn komist ekki í það að sukka.

Drögum úr völdum þessara manna og reynum að temja okkur þann sið sem aðrar þjóðir hafa gert fyrir margt löngu og það er að láta fólk axla ábyrgð.

Sama hvar í flokki það stendur.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur