Sunnudagur 06.01.2008 - 13:07 - Rita ummæli

Jón og séra Jón.

Auðvitað skiptir ekki nokkru hver á fjölmiðla. Jón Ásgeir reiddist starfsmönnum sínum af því að þeir birtu frétt um ferðalög hans og lúxuslifnað þeirra hjóna. Og það var eins og við manninn mælt.

Ritstjóri visir.is sem alla jafna er glerharður og með munninn fyrir neðan nefið bráðnaði og setti nýtt met. Aldrei áður hefur leiðrétting birst með jafn miklum hraði, og það tvívegis.

Og hver var svo glæpur ritstjórans? Jú vélin kostaði ekki einn og hálfan milljarð heldur bara einn. Hún var ekki í eigu Jóns Ásgeirs heldur fyrirtækis sem hann á sjálfur með auglýsingu frá konunni hans og upphafstöfum Jóns. Kunnuglegt stef.

Ekki spurning að alveg er sama Jón og séra Jón. Eigandi og ekki eigandi. Mér finnst þetta nánast broslegt en þó varla…

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur