Mánudagur 07.01.2008 - 23:54 - 5 ummæli

Held með John McCain.

Ég er fráleitt sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Þekking mín nánast yfirborðskennd en það kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir að ég hafi skoðun. Eins og svo margir aðrir sem þykjast sérfróðir en eru í raun og veru bara sérfróðir í íslenskri afdalapólitík sem er svo heimfærð upp á bandaríkin. Og samanburðurinn talinn okkur í hag!

Mér hefur alltaf þótt töluvert til John McCain koma. Virkar eðlilegur og talar mannamál. Lætur eftir sér að efast stundum um eigið ágæti og flokks. Virkar vel á mig. Held með honum.

Kannski birtist einhver og segir hann skíthæl. Ég hef freistast til þess að halda að annað hvort sé hann ekki nógu mikill skíthæll til að verða frambjóðandi repúblikana eða þá of blankur.

Nema hvort tveggja sé. Allt að einu, ég held með honum.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur