Miðvikudagur 09.01.2008 - 22:44 - Rita ummæli

Enski frekar en spænski takk.

Sit hérna og horfi á fótbolta með fartölvuna í fanginu. Getur það orðið mikið betra? Þetta er dýrari týpan. var að ljúka við Arsenal – Tottenham og þá brestur á með Sevilla – Barcelona, reyndar án Eiðs Smára.

Sko. Enski boltinn er auðvitað skemmtilegasti boltinn. þar er hraðinn mestur og aldrei slegið af. Menn upp til hópa heiðarlegir og gefa sig alla í þetta. Bara gaman. Í leiknum í kvöld þurfti dómarinn lítið að skipta sér af. Allir í bolta.

Spænski boltinn er öðruvísi. Þar eru frábærir hæfileikamenn í hverri stöðu. Stórstjörnur og prímadonnur sem fá aukaspyrnur að jafnaði í hvert einasta skipti sem þeir henda sér í grasið. Sem gerist eiginlega alltaf þegar þessir smjörgreiddu milljónamæringar finna fyrir snertingu mótherjans.

Evrópumetið í leikaraskap margbætt í hverjum leik. Fair play ekki endilega aðal málið.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur