Mánudagur 21.01.2008 - 09:11 - Rita ummæli

Framsóknarblús.

Ég er bara ekki einn af þem sem trúir á tilviljanir. Ég trúi því til að mynda alveg að Guðjón Ólafur sé óhress með að vera ekki lengur þingmaður og honum leiðist að sjá fyrrum vin sinn Björn Inga komast til sífellt aukinna metoðra rétt á meðan.

Einnig trúi ég því að Ólafur hafi áhyggjur af því að Björn Ingi muni velta formanni sínum af stalli við næsta hentugleika. kannski er það þess vegna sem hann sest niður við bréfaskriftir. Formannsslagurinn er hafinn og hann af skítugri gerðinni ef eitthvað er að marka byrjuninna.

Ég tilheyri reyndar ekki þeim hópi manna sem telur að átök um formannsstólinn sé óeðlilegri í framsókn er annarsstaðar. Veit ekki betur en að aðrir flokkar hér hafi verið sárir, og sumir mjög sárir lengi, eftir átök um formanninn.

það sem er sérstakt núna er að flokkurinn er í þannig ástandi að ekki er víst að hann lifi stórátök af og sér í lagi ef þau ætla nú að vera skítug mjög.

Svoleiðis stríðsrekstur mun einungis verða vatn á millu Valgerðar og Syfjar sem gætu endað með pálmann í höndunum á meðan drengirnir berast á banaspjótum.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur