Mánudagur 21.01.2008 - 22:55 - 1 ummæli

Ólafur heim á ný?

Það skyldi þó ekki vera að þjösnagangurinn í kringum heilsu Ólafs og efasemdir um að hann geti klárað það að fá Margréti til liðs við sig endi með því að Ólafur skili sér heim á ný?

Gangi bara í sjálfstæðisflokkinn. það er engin leið til baka fyrir hann ekki ósvipað og með Björn Inga sem mátti til að láta samstarfið ganga upp því hann átti ekki í nein hús að vernda önnur.

Ég er ekki viss um að Ólafur ætli sér að vera í gíslingu Margrétar því hann verður að klára þetta verkefni alla leið úr því að hann lagði af stað. Hann hefur alltaf verið fremur barnalegur í sinni pólitík og það sést hér enn því hann trúir því í einlægni að hann geti höfðað til málefna þegar hann sest niður með Margréti. Þar munu stólar telja meira en annað.

Gangi það ekki upp mun hann hugsanlega skila sér heim.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • hann er í gíslingu margrétar óháð hvaða flokki hann er í. hún er kjörinn varamaður hans og lýðræðið/kosningakerfið ræður. hann þurrkar því ekki upp fortíð sína svo glatt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur