Mánudagur 21.01.2008 - 22:06 - Rita ummæli

Ríkisstjórnin springur ekki.

Jú ekki vantar að grautfúlir samfylkingarmenn eru strax byrjaðir að heimta að ríkisstjórninni verði slitið. Á hvaða forsendum er reyndar látið liggja milli hluta. Sennilega af því bara.

Vandi vinstri manna í gegnum tíðina kristallast einmitt í þessu kjánalega viðhorfi. Heitar tilfinningar ráða frekar en yfirveguð rökhugsun. Nánast var leitun að sjálfstæðismönnum sem lögðu til að ríkisstjórn yrði slitið eftir að samfylkingin fór aftur í meirihluta samstarf í borginni.

Hvernig ætla þessir blóðheitu samfylkingarmenn að búa til ríkisstjórn? Með framsókn? Með vinstri grænum? Hver treystir sér til þess að svara þessum spurningum játandi.

Ég held að meira að segja félagi Ösuur geri sér fulla grein fyrir því að samfylkingin þarf á stöðugleika að halda. Ekki upphlaupum til þess eins að ná sér niður á sjálfstæðisflokknum sem er aukinheldur að virka svona ljómandi vel í samstarfi.

Samfylkingin þarf að ná ró og yfirvegun. Stöðugleika en ekki upphlaupum í tilfinningaróti. Þess vegna held ég að Ingibjörg muni ekki leiða hugann að slitum.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur