Þriðjudagur 22.01.2008 - 09:07 - Rita ummæli

Borgaróstjórn.

Nú er líf og fjör. Sárafáir sem ég hef heyrt eða lesið virðast geta fjallað um atburðarásina í borginni án þess að vera með pólitísk gleraugu á nebbanum. Ég sennilega engin undantekning.

Allir halda með einhverjum og svo taka menn sig til við heilagar réttlætingar. Sumir þykjast sjá eðlismun á þessari atburðarás og þeirri sem varð síðast. Í hverju sá munur liggur er mér ekki ljóst nú á þessari stundu. Dagur er eins og stórmóðguð prímadonna alveg eins og Gisli Marteinn var á sínum tíma.

Veikur meirihluti er hrópað. það blasir við en jafnljóst virðist að sá gamli var líka fárveikur. Það vissi bara enginn fyrr en í gær. Dagur vanmat Ólaf og kröfur hans um málefnasamning og völd. Ólafur sem var svo fílhraustur samstarfsaðili í fyrradag þykir í dag fársjúkur maður. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.

Nú virðist mörgum sem allt líf hangi á Margréti Sverrisdóttur. Ekki víst að það viti á gott. Enginn veit beinlínis fyrir hvaða pólitík hún stendur. Kosin frálslynd, bauð sig fram fyrir Íslandshreyfinguna og er nú óháð. Þarna fer konan sem skammaði Gunnar Örlygsson hástöfum fyrir að skipta um póltískan verustað á miðju kjörtímabili! Vistin í glerhúsinu getur verið nöturleg.

Hún getur slitið meirihlutanum ef Ólafur forfallast og Ólafur þá væntanlega slitið til baka þegar forföllum lýkur. Hvurslagsa ástand er það sem boðið er uppá? Sjálfstæðismenn sem voru hársbreydd frá því að losa sig við Villa standa nú hnarreystir að baki honum.

Allt fyrir völdin. það er það eina sem telur. Fyrri meirihluti hafði engin málefni önnur en að sitja við völd og nýji meirihlutinn virðist bara til í hvað sem er til að komast að og ná fram hefndum.

Borgarfulltrúunum 15 ber skylda til þess að mynda meirihluta sem er á vetur setjandi. Mín spá er sú að Margrét muni kokgleypa stóryrðin þegar af henni rennur reiðin. Hún hefur aldrei verið prinsippmanneskja og þegar við henni blasa völd og stólar þá finnur hún leið. Leið til að snarsnúast í afstöðunni því það er illskárra en að hírast í minnihluta og bíða eftir því að Ólafur tapi heilsu svo hún geti komið og búið til enn meiri glundroða.

Svo er alltaf möguleiki á ríkisstjórnarmeirihluta í borginni….

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur