Fimmtudagur 24.01.2008 - 09:40 - 1 ummæli

Hugtakanotkun.

Eitt orð er meira notað en önnur þegar vitringarnir tjá sig um atburði daganna í pólitíkinni. það er að nýji meirihlutinn gangi á svig við lýðræðið. Í hverju liggur það? Hvernig er það reiknað?

Getur meirihluti orðið ólýðræðislegt fyrirbrigði. Var meirihlutinn sem Björn Ingi sprengdi lýðræðislegur, eða sá sem hann stofnaði? Hvað ræður í þessu.

Er eitthvað sem bannar mönnum að fylgja sannfæringu sinni og ganga til liðs við aðra samstarfsaðila? Er það ekki einmitt lýðræðislegur réttur Ólafs eins og það var Björns Inga á sínum tíma.

Er pólitísk sannfæring Ólafs minna virði en Margrétar og Guðrúnar? Eða þeirra sem neðar eru á listanum og fylgja Ólafi að málum. Margrét hefur sérhæft sig í því að hætta pólitísku samstarfi á þeim forsendum að sannfæring hennar bjóði ekki upp á annað.

Hver er munurinn á því og að hefja samstarf á sömu forsendum? Af hverju er Margréti hælt fyrir það sem Ólafi er talið til lasts? Er pólitísk sannfæring hans léttvæg en Margrétar lofsverð?

Það fylgir því töluverð ábyrgð að tala um að þessi gjörningur sé ekki lýðræðislegur. Hann kann að vera arfavitlaus en það er annar handleggur. Sé þetta ólýðræðislegt var gjörningur Björns Inga það líka. Enginn vafi leikur á því.

Við búum við prýðilegt lýðræði hér. Og það verður alltaf réttur lýðræðislega kjörinna fulltrúa að taka vitlausar ákvarðanir.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • SællHvað þarf mikla pólitíska sölumennsku til að hreyfa við þínum mótmælum eða finnst þér svona sikk-sakk og fyrirvaralaus undanhlaup í góði lagi svo framarlega sem þau varða ekki við lög? Hvað þætti þér um ef eftir aðra 104 daga fengi Ólafur betra tilboð frá minnihlutanum (t.d. seta í borgarstjórastólnum út tímabilið og einhver fleiri málefni í gegn) og skipti aftur um borgarstjórn? Hann hefði rétt á því en verður það talið eðlilegt að maður sem með hjálp kosningarlista komst inní borgarstjórn með um 10% atkvæða hafi slík völd í borginni?Margrét hætti í Frjálslyndum eftir langar deilur þar við forystumenn flokksins og margvíslega bresti á starfseminni þar. Hún var í xF frá stofnun flokksins og stofnaði svo til Íslandshreyfingarinnar ásamt fleirum. Ummæli þín um hana eru algerlega óviðeigandi og það er langur vegur frá því sem Ólafur F gerði nú og því sem Margréti kann að hafa orðið á stjórmálaferli hennar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur