Mánudagur 28.01.2008 - 10:25 - 1 ummæli

Fýlukast.

Hvenær skyldi fýlukastið ná hámarki? Fúllyndið lekur af vinstri mönnum. Gamlir kommar skríða undan og kalt stríð skollið á. Í þeirra hugum. Blóðið ekki runnið svona ótt í mörg ár.

Allt vegna þess að Dagur og félagar klúðruðu borginni. Og átta fulltrúar ráða en sjö ekki. Hvenær skyldi reiðin beinast að Degi? Af hverju gat hann ekki gert það sem þurfti til þess að allir yrðu ánægðir? Ingibjörg gat það en ekki Dagur. Og samt var hún ekki að kljást við lamaðan sjálfstæðisflokk eins og Dagur nú Hvenær skyldu menn hætta að fá fró út úr því að svívirða persónu Ólafs og líta í eigin barm?

Ekki dregur það úr ólundinni að tómt mál er að tala um að samfylkingin slíti ríkisstjórn. Þar er flest í sómanum. Auk þess sem samfylkingin hefur ekki í nein önnur hús að vernda. Hvert ætti hún að fara?

Segi eins og Egill silfurrefur.

Þetta er væl.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Ef það er einhver stjórnmálamaður sem komið hefur vel út úr þessu skítamáli þá er það Dagur. Sama hvað Styrmir og draugagengið hans upp í Hádegismóum reynir að henda af smjörklípum. Sjálfstæðismenn geta reynt að spinna þetta á hvaða hátt sem er. Staðreyndin er samt sem áður sú að það eru þeir sjálfir sem bera mestan skaða af þessu og ef þessi meirihluti heldur þá munu þeir annað hvort sparka Villa fyrir kosningar ellegar skíttapa.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur