Þriðjudagur 29.01.2008 - 09:00 - 4 ummæli

Hvenær er nóg að gert?

Ég er varla mikið betri en aðrir með það að verja út í eitt það sem mér dettur í hug að gera að skoðunum mínum. Miklu auðveldara virðist að gera það heldur en að sjá að sér. Þess vegna held ég ótrauður áfram.

Enginn vafi er í mínum huga að sagan mun fara ófögrum orðum um þá sem nú fjargviðrast út í Ólaf F vegna veikinda hans. Ræturnar eru að mínu mati pólitískar og eingöngu pólitískar. það eru einu prinsippin í málinu. Blandað saman við hæfilega blöndu af fordómum gagnvart þeim sem þurfa að leita sér aðstoðar vegna andlegra báginda tímabundið.

Nýjir vinklar fundnir á flóttanum því þeir sem ekki eru gersneyddir tilfinningum finna það hjá sér að hér er of langt gengið. Dettur einhverjum í hug að Ólafur sé eini stjórnmálamaðurinn sem hefur leitað sér aðstoðar á þessi sviði? Við bara vitum það ekki. Af hverju ætli það sé?

Svarið blasir við okkur daglega. Nú er það orðið sérstakt veikleikamerki að Ólafur ræðir málið ekki opinskátt! Framkoma þeirra sem kjósa að vega að honum vegna þessa er ekki hvetjandi í þeim efnum. Það er þessi afstaða sem hefur staðið umræðu um þennan málaflokk fyrir þrifum áratugum saman.

Litlir menn grínast með þetta og tala um í hálfkæringi. Slá úr og í og segjast ekki vera að gera neitt annað en það sem eðlilegt er. Legg hér með til að hver og einn setji sjálfan sig í spor Ólafs eða geri sér í hugarlund hvernig menn myndu bregðast við ef „þeirra“ maður fengi svona meðferð. Fyrr eða síðar rennur sóttin af mönnum og þá munu einhverjir þurfa að skammast sín. Stjórnmál skipta okkur öll máli. En þau eiga ekki að draga okkur niður á þetta plan. Þau snúast ekki um þetta.

Kjarni málsins er þessi. Ólafur þótti fullfrískur þegar hann var gerður að forseta borgarstjórnar í tíð fyrri meirihluta en allt því geðveikur nokkru síðar þegar hann skipti um lið. Þetta er ekkert flóknara en það.

Umræðan um siðleysi og heilindi í stjórnmálum getur vissulega átt fullan rétt á sér í kringum borgarstjórn en að taka þá umræðu niður í þennan forarpytt er fyrir neðan allar hellur.

Við megum ekki gleyma okkur í hita leiksins. Engin stjórnmál er þess virði. Þessi umræða skaðar bæði stjórnmálin og ekki síður þá vinnu sem gott fólk hefur reynt að byggja upp í kringum þá sem eiga við andleg og geðræn vandamál að stríða.

Frábið mér allt tal um væl.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Bara algerlega sammála.

  • Anonymous

    bendi þér á snilldarskrif Hörpu Hreinsdóttur: http://harpa.blogg.is/2008-01-28/hvad-er-ad-mer/sem er eitt besta innlegg í málið

  • Fólk er öskureitt yfir óheiðarlegum vinnubrögðum við myndun núverandi meirihluta í borgarstjórn. Fólk er ekki öskureitt yfir því að Ólafur F. sé haldinn geðrænum kvillum. Ég fylgist vel með umræðu í fjölmiðlum og sé þar að það eru hægrimenn sem fjargviðrast mest yfir veikindum Ólafs, í formi hneykslunar á umfjöllun um veikindi Ólafs. Þeim kemur manna best að láta ræða um veikindi Ólafs, í stað þess að ræða um vinnubrögð borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

  • Það sem ég er að skrifa um kemur gömlu baráttunni milli vinstri og hægri bara ekkert við. Ég er að fjalla um grundvallaratriði sem hafa ekkert með þau mál að gera.Ef mér skjöplast ekki þeim mun meira þá geta bæði vinstri og hægri menn fengið taugaáfall.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur