Þriðjudagur 29.01.2008 - 21:43 - 4 ummæli

Ráðist á garðinn.

Þá er Óskar Bergsson mættur til leiks. Og ræðst á garðinn þar sem hann er lægstur. Hann er sumsé að tuða yfir því að borgin kaupi húsræflana á laugaveginum. Ég hélt að enginn sem tilheyrði gamla meirihlutanum ætlaði sér að ræða þetta mál.

Þetta ekkisens klúður fékk nýji meirihlutinn í arf. Ef törfusamtökin hefðu ekki skipt sér af þessu og ef Dagur fengi ekki hræðslukast í hvert skipti sem einhver andæfir því sem hann segir þá væru þessir kofar á bak og burt.

það var fyrri meirihluti sem var búinn að koma málum þannig fyrir að bótaskylda var alveg klár. Kannski hefði verið hægt að þæfa málið þannig að ríkið hefði borgað en það er þó mannsbragaur að því að hysja brækurnar upp um sig og ganga almenilega frá þessu gagnvart eigendunum sem ekki höfðu gert annað af sér en að semja við borgina.

Þetta er klassískt dæmi um það þegar stjórnmálamenn fara á taugum vegna smá þrýstings minnihlutahóps. Með ærnum tilkostnaði fyrir skattborgarana.

Sé ekki í fljótu bragði að um neina sérlega rismikla útgönguleið hafi verið að ræða. Óskar Bergsson segir okkur kannski hvernig hann hefði leyst úr þessu rugli sem gékk í pólitískar erfðir.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Anonymous

    biddu, sjalla samthykktu thessi byggingaraform. fyrri eigendur keyptu a 250 milljonir. nu fa their 500. og svo aetlar villi ad punga ut 500 i vidbot. byrjunin, og endirinn, er hja sjalfstaedisflokknum. og reikningurinn hja borgarbuum. svei.

  • Mér þykir undarlegt að þú sért að verja fáránlegan fjáraustur XD – sem þurfti reyndar til að kaupa núverandi borgarstjóra!Hvað Óskar Bergsson varðar – þá er þetta 100% í samræmi við það sem Björn Ingi og Óskar sjálfur hafa staðið fyrir! Þú gagnrýnir semsagt Óskar fyrir að vera samkvæmur sjálfum sér!

  • það sem ég er að tala um er þetta. Málið var komið í farveg. Allar stofnanir sem nöfnum tjáir að nefna búnar að samþykkja niðurrif. það var hafið. Eigendurnir búnir að leggja í kostnað. Man sjálfur ekki eftir því að nokkur borgarfulltrúi hafi sett sig upp á móti þessum áformum. Þá komu óþarfar vöflur á gamla meirihlutann sem nú eru að kosta skattborgarana stórfé. Hvort þetta kostar 500 eða 600 milljónir er bara eitthvað sem ég veit ekki hvort er mikið eða ekki. Og úr þessu veit kannski enginn hverjar skaðabætur hefðu orðið. Engu skiptir hverjir byrjuðu þetta ferli. Því var klúðrað í tíð fyrri meirihluta. Hvernig hefði átt að halda áfram með málið?

  • Anonymous

    Talað var um að bæturnar myndu nema áætluðu kostnaðarverði sem hefði aldrei farið svona upp úr öllu valdi. Dagur var pottþétt að bíða eftir Þorgerði Katrínu til að koma ábyrgðinni yfir á hana og hún ætlaði pottþétt ekki að taka ákvörðun fyrr en á síðustu stundu, sagði síðar að hún hefði friðað húsin ef til þess hefði komið.Held þetta rugl sé ekki eitthvað sem Sjálfstæðismenn séu á eitt sáttir um. Get ímyndað mér að Hanna Birna og Gísli Marteinn séu með óbragði í munninum yfir manninum sem þau verða að fylgja. En hvað sem öðru líður þá verður fyrri meirihluta ekki kennt um þetta frekar en núverandi. Þetta er hringavitleysa sem enginn getur hvítþvegið sig af.Takk fyrir áhugaverða pistla

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur