Miðvikudagur 30.01.2008 - 12:04 - Rita ummæli

Byrgið.

Var að enda við horfa á kompás. Umfjöllunarefnið; byrgismálið frá ýmsum hliðum. þvílík hörmungarsaga. Nenni ekki að tala um Guðmund. Það hafa allir sömu skoðun á honum.

Áhugaverðara er að tala um „kerfið“ okkar. Hvernig getur staðið á því að fólk heldur því fram að þrátt fyrir áform um að koma fórnarlömbum til aðstoðar þá hafi ekki verið við það staðið og þvert á móti? Framkvæmdastjóri geðhjálpar orðstór mjög og foreldrar eðlilega harmi slegin og reið.

Landlæknir sýnist mér ekki hafa nokkurn áhuga á málinu og reyndar hefur þetta mál lengi slegið mig þannig að þar á bæ séu menn í fýlu. Ekki benda á mig, mórallinn. Starfaði þetta apparat kannski í óþökk embættisins?

Mér þótti byrgið miklu frekar vera pólitískt PR mál en heilbrigðisstofnun eða meðferðarstofnun. Fjölmiðlar og alþingismenn tóku byrgið upp á sína arma og stjórnvöld stigu dansinn. Svo vildi enginn kannast við krógann þegar hann reyndist skrímsli.

Er það ekki grafalvarlegt þegar fólk vænir starfsfólk í heilbriðgisgeiranum nánast um mannvonsku? Þar starfi fólk sem taki það upp hjá sjálfu sér að neita fársjúku fólki um aðstoð. Eða að reglurnar bjóði ekki upp á annað en neitun.

Á bágt með að trúa því. Þekki sem betur fer ekki nógu vel til í þessum efnum en eitthvað vantar inn í jöfnuna hjá mér. Finnst harla ólíklegt að vont fólk og illa meinandi veljist til þessara starfa. Þarna er eitthvað annað sem ræður.

Hér þarf að halda áfram að grafa. Ekki endilega til þess að finna ónýta embættismenn og alþingismenn þó það væri auðvitað bónus. Heldur miklu frekar til þess að sníða af vankanta og tryggja að svona þvæla endurtaki sig ekki.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur