Færslur fyrir janúar, 2008

Fimmtudagur 17.01 2008 - 15:47

Klám og handbolti.is

Stórmerkilegt viðtal við stjórnarmann HSÍ á sem heldur úti handbolti.is. Hann hefur fullkomlega eðlilega verið sakaður um að vera klámfenginn í viðtölum við ungt handboltafólk. Þetta framferði ver hann með því að það séu hvort sem er allir farnir að sofa hjá 14 ára. Get með engu móti séð hvernig það réttlætir að taka klámfengin […]

Miðvikudagur 16.01 2008 - 21:22

Embættisfærslur.

Óhætt að segja að smjattað sé á embættisveitingu Árna Matt. Enda orkar gjörningurinn verulega tvímælis svo ekki sé meira sagt. Ekki hjálpar heldur til að Árni er ekki alveg öflugasti málafylgjumaður veraldar. Miklu líkari vélrænum opinberum embættismanni en heillandi stjórnmálamanni. kannski ómótstæðilegir persónutöfrar Össurar valdi því að hans verk sleppa betur þó einungis virðist stigsmunur […]

Mánudagur 14.01 2008 - 22:11

Baugur ygglir sig.

Auðvitað hlýtur það að vera næst hjá Baugi að taka yfir lífeyrissjóðina. Fátt annað eftir þannig séð. Af hverju þarf Baugur að hafa skoðun á því í hvaða fyrirtækjum lífeyrissjóður verslunarmanna ákveður að fjárfesta til þess að ávaxta pundið? Viðurkenni að ég skil ekki nákvæmlega hver aðkoma Baugs er að lífeyrissjóði verslunarmanna annar en að […]

Föstudagur 11.01 2008 - 21:51

Kjarkleysi Dags.

Það er ekki öllum gefið að vera leiðtogar. Menn geta vissulega endað í þeirri eftirsóknarverðu stöðu að veljast leiðtogar. Alþekkt er sú staðeynd að menn veljast fyrirliðar liða sinna án þess að hafa snefil af leiðtogahæfni eða virðingu. Menn þurfa að hafa ákveðna eðlisþætti til þess að verða leiðtogar. Engu skiptir þótt menn fái fyrirliðaband […]

Miðvikudagur 09.01 2008 - 22:44

Enski frekar en spænski takk.

Sit hérna og horfi á fótbolta með fartölvuna í fanginu. Getur það orðið mikið betra? Þetta er dýrari týpan. var að ljúka við Arsenal – Tottenham og þá brestur á með Sevilla – Barcelona, reyndar án Eiðs Smára. Sko. Enski boltinn er auðvitað skemmtilegasti boltinn. þar er hraðinn mestur og aldrei slegið af. Menn upp […]

Þriðjudagur 08.01 2008 - 22:23

Læknalausir neyðarbílar.

Ég veit vel að í mörg horn er að líta þegar kemur að útgjöldum í heilbrigðisgeiranum. Ekki er hægt að gera nóg og víst er að hægt er að nýta peninga betur en nú er gert. Stórar upphæðir venjulega til umræðu þegar fjallað er um heilbrigðiskerfið. Sparnaður heyrist oft. Nýjasti sparnaðurinn sem ég tek eftir […]

Þriðjudagur 08.01 2008 - 21:55

Rökefasemdir.

Auðvitað getur maður ekki alltaf verið sáttur við allt sem mínir menn gera, alltso sjálfstæðismenn. Og reyndar er það svo að ég er mest óánægður þegar mínir menn rugla. Hvað getur sæmilega viti borinn maður sagt um rökstuðning Árna fjármála vegna ráðningarinnar frægu? Hvernig lenti hann í þeirri aðstöðu að taka þetta að sér? Hvað […]

Þriðjudagur 08.01 2008 - 15:28

Stríðinn moggi.

Gaman að sjá hvað mogginn er stríðinn orðinn. Nú birtir Styrmir fína litmynd af húsum sem milljónamæringur vill endurgera. Þetta er stórfrétt sem smellt er á forsíðu. Svo skemmtilega vill til að þessi hús eru á laugavegi 4-6. Þetta dregur væntanlega ekki úr forseta borgarstjórnar eða Svandísi. Að ég tali nú ekki um borgarstjórann tvístígandi. […]

Þriðjudagur 08.01 2008 - 12:18

Björn Ingi og neikvæðnin.

Ég hef lengi haft nokkra trú á því að Björn Ingi eigi bjarta framtíð í pólitík. Finnst ekki útilokað að hann sé maðurinn sem geti snúið hlutum við í framsókn. Hann virðist reyndar hræða gamla kjarnann allverulega og það gæti tafið fyrir. Öfugt við marga þá legg ég ekki mikinn trúnað á spillingartalið um hann. […]

Mánudagur 07.01 2008 - 23:54

Held með John McCain.

Ég er fráleitt sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Þekking mín nánast yfirborðskennd en það kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir að ég hafi skoðun. Eins og svo margir aðrir sem þykjast sérfróðir en eru í raun og veru bara sérfróðir í íslenskri afdalapólitík sem er svo heimfærð upp á bandaríkin. Og samanburðurinn talinn okkur í […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur