Færslur fyrir febrúar, 2008

Föstudagur 29.02 2008 - 08:56

Sprunginn meirihluti.

Bíð spenntur eftir beinni útsendingu frá aukafundi sveitastjórnar Þingeyjarsveitar. Hef heyrt að ungliðahreyfingar sumra flokka hvetji fólk til að fjölmenna á fundinn til að stunda borgaralega óhlýðni og andæfa. Enda full ástæða til. Þar er meirihlutinn fallinn af því að einn fulltrúinn skipti um lið. Slík óhæfa er að sjálfsögðu ekkert annað en svik jafnvel […]

Fimmtudagur 28.02 2008 - 20:56

Viðskiptasiðferði Lúðvíks bæjarstjóra.

Hann er stundum skrýtinn bæjarstjórinn minn hér í hafnarfirði hann Lúðvík Geirsson. Hann seldi OR hlut hafnarfjarðar í hitaveitu suðurnesja. Ljómandi gott mál þannig séð. En þá fer samkeppnistofnun að hafa skoðun á málinu. Gæti gerst að gjörningurinn dæmist ólöglegur. Það eru klárlega viss leiðindi og vesen. En Lúðvík tekur ekkert mark á svoleiðis. Heyrði […]

Þriðjudagur 26.02 2008 - 16:20

Þursinn Þórður.

Get alls ekki útskýrt með afgerandi hætti hvers vegna ég fór ekki að sjá og heyra þursana í höllinni. Upptekinn eða annars hugar kannski heppilegar skýringar en samt léttvægar. Ekki síst í ljósi þess að þursar eru og voru mitt uppáhald. Allir þekkja snilld Egils en upp hafa vaxið margar kynslóðir sem ekki hafa hugmynd […]

Mánudagur 25.02 2008 - 22:17

Heimsóknartímar.

Nú er ég að hugsa um heimsóknartíma sem enn eru við lýði á sjúkrahúsum hér. Hef því miður persónulega reynslu af þessum málum því fársjúkur faðir minn hefur undanfarið verið á gjörgæsludeild þar sem umönnun er frábær og stöðug en fer nú á almenna deild þar sem ummönun er auðvitað frábær líka en ekki stöðug. […]

Mánudagur 25.02 2008 - 00:37

…væðing eða rekstur.

Sá því miður ekki mikið af silfrinu hans Egils í dag. Sá þó nokkrar mínútur sem Guðfríður Lilja spanderaði í að rugla saman einkavæðingu og einkarekstri. VG er á móti á öllu sem byrjar á einka og að ég tali nú ekki ef frelsi er nefnt líka. Að þeirra mati hefur ríkisumsjá með sem flestu […]

Sunnudagur 24.02 2008 - 21:35

Minni hagsmunir fyrir stærri.

Hvað ætli hafi orðið til þess að mínir menn í borginni kláruðu ekki að ganga frá sínum málum? kannski að skoðanakönnunin sem sýndi að flokkurinn hefur ekki tapað fylgi hafi gersamlega ruglað menn í ríminu. þetta er að mínu mati kattarþottur og ég velti því fyrir mér fyrir hvern þetta er gert. Eru hagsmunir Villa […]

Fimmtudagur 21.02 2008 - 22:40

Utan vallar.

Þjálfaramál HSÍ voru rædd af hita í þættinum utan vallar á sýn í kvöld. Fulltrúi HSÍ forn í skapi og hafði flest á hornum sér. Sló blaðamann moggans svo hressilega út af laginu að hann snarmóðgaðist og dró sig nánast í hlé. Þarna var líka nýdæmdur orðdólgur sem þjálfar stjörnuna í kvennahandbolta. Hann hélt upp […]

Fimmtudagur 21.02 2008 - 21:39

Slæmu dagarnir hans Össurar.

Ég hef margsagt það að félagi Össur er einn skemmtilegasti penni landsins. Orðaforðinn frábær. Hann veit þetta auðvitað enda óvenju meðvitaður um sjálfan sig. Og aðra. Skrif hans um Gísla Martein í gær gera ekkert fyrir orðspor hans. þar skrifar hann um pólitískan andstæðing með sérlega klaufalegum hroka í misheppnaðri tilraun til fyndni. Gísli Marteinn […]

Fimmtudagur 21.02 2008 - 16:47

Búinn að finna þjálfarann.

Ekki ætlar að ganga þrautalaust að finna þjálfara landsliðsins í bakhrindingum. Aðferðafræði HSÍ er líklega ekki að hjálpa þeim. Betra hefði verið að ræða við allan hópinn í stað þess að fá nei. Þá hefðu nei in komið frá vinnuveitanadanum sem er sterkara. HSÍ er með fínan mann á launum sem gæti tekið við þessu. […]

Fimmtudagur 21.02 2008 - 08:57

Póker.

Þuríður Bachmann þingmaður VG var í útvarpinu í morgun. Tilefnið var þátttaka Birkis Jóns þingmanns í pókerspili. Þuríður er eins og of margir þingmenn illa haldin af forsjárhyggju. Verri einkunn fá þingmenn varla hjá mér. Hræsnin í því að banna póker en leyfa allskonar fjárhættuspil önnur er furðuleg. Hvernig henni tekst að gera uppá milli […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur