Sunnudagur 03.02.2008 - 17:23 - Rita ummæli

Flottur Björn.

Ég fæ sennilega að heyra það að ekki sé mark takandi á því að mér þotti Björn Bjarnason jaðra við að vera glerfínn í silfrinu í dag. Skítt með það, kallinn var fínn.

Lét sér hvergi bregða og svaraði því sem hann var spurður að, að mestu. Var nánast í stuði og með sitt á hreinu. Egill hefur áður sýnt það að hann hefur eitthvert lag á kallinum.

Leiðrétti allskonar þvælu sem krampakenndir andstæðingar hans hafa haft um hin ýmsu mál er snúa að lögreglu og öryggismálum. Talaði um mál sem allir vita að eru erfið í samskiptum flokkanna sem skipa ríkisstjórnina af skynsemi og yfirvegun. Var kannski helst að hann tafsaði þegar rætt var um skipan Þorsteins Davíðssonar. Eðlilega.

Einn af hans betri dögum. Virkar yfirleitt skraufþurr en ekki þarna.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur