Þriðjudagur 19.02.2008 - 09:26 - 2 ummæli

Kjarasamningar og kennarar.

Þeir þykja tímamóta samningar samningarnir sem voru undirritaðir nú um helgina. Þar eru aðilar að reyna að auðsýna vilja til þess að þeir sem minnsta hafa fái mest. Þykir mörgum kominn tími til.

Ekki er blekið þornað þegar forystumenn þeirra sem eiga ósamið fljótlega lýsa því yfir að þetta sé nú aldeilis ekki það sem þeir munu sætta sig við. Og hringavitleysan hefur þá bara sinn gang áfram. Ekkert vinnst.

Kennarar fúlir með sín kjör og heimta hærri laun. Þennan söng höfum við heyrt frá Eiríki Jónssyni mjög reglulega. Lág laun og atgervisflótti. Besta fólkið flýr í betur launuð störf. Varla getur það verið góð einkunn fyrir hans vinnu í kjaramálum stéttarinnar um langt árabil.

Hann er fastur í eldgömlum tíma hann Eiríkur. Og ekki bara hann því vandi þeirra sem vinna hjá hinu opinbera er víða sá sami. Launin ættu vissulega að vera hærri en það er meðalmennskan sem er vandamálið. Allt kapp er lagt á það að allir séu með sömu launi hvort sem þau eru lág eða ekki.

Frumkvæði og metnaður er ekki verðlaunuð nema síður sé. Það er líka af þessum ástæðum sem besta fólkið gefst upp. Gömul og liðónýt hugsun um að allir skulu vera jafnir. Þannig umhverfi hefur aldrei laðað það besta fram í fólki. Launataxtinn er eitt en alveg hlýtur að vera óþolandi að stunda vinnu með fólki sem ekki stundar metnaðafullt starf en fær samt sömu umbun og besti starfsmaðurinn.

Ég sem skattborgari og foreldri legg til að við sem eigum menntakerfið tökum það úr höndunum á þessu fólki og endurskipuleggjum það. Gerum starfið eftirsóknarvert og hvetjandi. Menntakerfið er í svipuðum sporum og heilbrgiðis. Enginn er fullsáttur.

Ég vil betri og sáttari kennara með mikinn metnað á betri launum en í dag. Ég vill að kennarar eigi möguleika á að bæta kjör sín með eigin frammistöðu. Gamla hugsunin um að það skemmi móral og eyðileggi vinnustaðinn ef einhver ber meira úr býtum en aðrir er hlægileg að mínu mati og hentar ekki hagsmunum mínum.

Hættum að mylja undir meðalmennskuna og snúum vörn í sókn. Hættum að líta niður á kennarastarfið eins og margir gera í dag. Stór hluti þjóðarinnar skilur ekki bofs í kjörum kennara. Löng frí á sumrum. páskum og jólum. Tómir skólar uppúr 2 á daginn en samt komast kennarar ekki yfir vinnuna sína. Það getur ekki gengið.

Kennarar verða að komast yfir vinnu sína. Dugi dagvinnan ekki til þess þá borgist meira. Þannig vinna aðrar stéttir. Ég tel að Eiríkur Jónsson og félagar tali kennarastarfið niður í hvert einasta skipti sem þeir tjá sig. Neikvæðni í stað frumkvæðis. Engu má breyta nema launum. Og þau skulu vera þannig að allir séu á jafn lélegum launum.

það hentar ekki mínum hagsmunum. Og ég er einn af eigendum menntakerfisins.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    En finnst þér í lagi að kennarar dragist aftur úr sambærilegum stéttum?Er ekki krafan að kennarastarfið fari allavega uppí sambærilegar stéttir hjá BHM.Það getur ekki gengið að menn séu bara sáttir við að framhaldsskólakennarar og leiksskólakennarar séu mörgum tugum þúsunda fyrir ofan grunnskólakennara er það? Ár umfram í menntun eru bara 3% í launum og það er langt frá því að vera staðreynd.Svo er ekki hægt að meta kennarastarfið bara eftir árangri á samræmdu prófi. Þetta eru svo margar breytur að ég vill sjá hvernig þú metur góðan kennara eitt árið þegar hann hefur flottan bekk, en næsta þá lendir hann í verulega erfiðum og einkunnir lækka mikið. Hvernig metur þú hann þá? Lélegan?

  • Ég þarf ekki að hafa útfærða skoðun á því hvernig kennarar eru metnir. Hef einfaldlega ekki þekkingu til þess.En hana hafa aðrir, til dæmis skólameistarar. Þeir höfðu skólastjórapottinn. Af hverju var hann saminn út af borðinu?Eflaust geta menn verið misheppnir ef þú vilt með hvernig raðast í bekki. Ég reikna þó með að tölfræði til lengri tíma þurrki þá óheppni út.Í dag þarf hins vegar engar rannsóknir í þessa veru. Nú skulu allir vera á jafn lélegur launum! Lægsti samnefnarinn ræður. það er kerfi sem hentar þeim slakari. Ég held með hinum og vill veg þeirra meiri.Í dag er enginn greinarmunur gerður á þessu. Hvurslags metnaður er það?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur