Fimmtudagur 21.02.2008 - 22:40 - 1 ummæli

Utan vallar.

Þjálfaramál HSÍ voru rædd af hita í þættinum utan vallar á sýn í kvöld. Fulltrúi HSÍ forn í skapi og hafði flest á hornum sér. Sló blaðamann moggans svo hressilega út af laginu að hann snarmóðgaðist og dró sig nánast í hlé. Þarna var líka nýdæmdur orðdólgur sem þjálfar stjörnuna í kvennahandbolta. Hann hélt upp heiðri sínum og kom sér upp þrasi. Kostulegt allt saman.

Málefnaleg umræða lögð til hliðar og engu líkara en menn hafi haldið að þeir væru á kaffistofu HSÍ en ekki í beinni. Slæm auglýsing fyrir handboltann.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Þorbergur var bara í ruglinu. Hvað er maðurinn að meina með því að gefa uppi hvað átti sér stað í samningaviðræðum. Af hverju er hann að úthúða tveimur af þeim kandidötum sem komu til greina í starfið? Ívar gerði nákvæmlega það sem átti að gera í stöðunni, það þýðir ekkert að eiga orðastað við menn sem ekki hlusta, Ívar bað Þorberg að róa sig … það var rétt hjá honum. Aðalsteinn reyndi að halda uppi rökræðum og fékk í staðin dónaskap og fyrirlitningu. Þorbergur var HSÍ ekki til sóma í þessum þætti.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur