Mánudagur 25.02.2008 - 00:37 - Rita ummæli

…væðing eða rekstur.

Sá því miður ekki mikið af silfrinu hans Egils í dag. Sá þó nokkrar mínútur sem Guðfríður Lilja spanderaði í að rugla saman einkavæðingu og einkarekstri. VG er á móti á öllu sem byrjar á einka og að ég tali nú ekki ef frelsi er nefnt líka. Að þeirra mati hefur ríkisumsjá með sem flestu sannað sig svo vel. Hvar veit ég ekki.

Einkavæðing og einkarekstur er ekki það sama. Er nokkuð viss um stærsti hluti þjóðarinnar sér þar engan mun. Þann misskilning þarf að leiðrétta því einkarekstur hefur fyrir löngu sannað sig og er í dag stundaður bæði í mennta og heilbrigðiskerfi með miklum ágætum.

Björgvin G virðist vera búinn að átta sig a þessu og ræðir þessa hluti kinnroðalaust í tíma og ótíma. Heyrði í honum í útvarpi nú í vikunni og betur hefði enginn hægri maður getað útlistað kosti einkareksturs en hann gerði þar.

Af hverju vefst þetta fyrir VG?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur