Fimmtudagur 28.02.2008 - 20:56 - 1 ummæli

Viðskiptasiðferði Lúðvíks bæjarstjóra.

Hann er stundum skrýtinn bæjarstjórinn minn hér í hafnarfirði hann Lúðvík Geirsson. Hann seldi OR hlut hafnarfjarðar í hitaveitu suðurnesja. Ljómandi gott mál þannig séð.

En þá fer samkeppnistofnun að hafa skoðun á málinu. Gæti gerst að gjörningurinn dæmist ólöglegur. Það eru klárlega viss leiðindi og vesen. En Lúðvík tekur ekkert mark á svoleiðis.

Heyrði hann segja í útvarpinu í kvöld að hann væri með samning hvað sem tautaði og raulaði og þar væri ekki stafkrókur um samkeppnistofnun. Þetta væri því alfarið mál kaupandans!

Skil ekki þessa afstöðu Lúðvíks en þá ryfjast upp fyrir mér að þarna fer maðurinn sem seldi fyrirtæki lóð undir álver en taldi sig svo alls ekki bundinn af því að leyfa þeim að byggja álver.

Hann heldur í stílinn.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Þetta er náttúrulega hárrétt hjá Lúðvík að mínum dómi. Það er kaupandans að setja inn skilyrði í kaupsamninginn s.s um samþykki samkeppnisstofnunar. Nú er Orkuveitan ósköp einfaldlega í súpunni, ekki Hafnarfjarðarbær. Auðvitað kann samningurinn að ganga tilbaka en Lúðvík er þá að segja að Orkuveitan sé þá vænanlega skaðabótaskyld vegna þess að hún bað ekki um nein slík ákvæði í samninginn. Klúður hjá orkuveitunni ….. ekki það fyrsta samanber REI!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur