Föstudagur 29.02.2008 - 08:56 - 3 ummæli

Sprunginn meirihluti.

Bíð spenntur eftir beinni útsendingu frá aukafundi sveitastjórnar Þingeyjarsveitar. Hef heyrt að ungliðahreyfingar sumra flokka hvetji fólk til að fjölmenna á fundinn til að stunda borgaralega óhlýðni og andæfa. Enda full ástæða til.

Þar er meirihlutinn fallinn af því að einn fulltrúinn skipti um lið. Slík óhæfa er að sjálfsögðu ekkert annað en svik jafnvel þó fulltrúinn haldi því fram að þetta geri hann af prinsippástæðum.

Tómt vesen á þessum prinsippmönnum alltaf.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • „Fíflagangur sá sem við sáum í borgsrstjórn í gær á ekkert skylt við réttinn til að andæfa. Tilraun til þess að skemma og lítilsvirða fullkomlega löglegan gjörning er í besta falli dónaskapur og móðgun við lýðræðið.“Í þessum pistli segir þú fullt tilefni til óhlýðni. Með hliðsjón af fyrri pistlum þínum um slíka „gjörninga“ gerir ég ráð fyrir að þessi fundur sé þá ólöglegur. Annars er þetta dónaskapur og mógun við lýðræðið samkv. þínum kokkabókum.

  • Held að þeir listar sem þarna eru hafi enga ungliðahreyfingar, annar heitir E og hinn J, eru held ég bara tvær þverpólitískar fylkingar í sveitinni.Er samt ekki viss, Raggi Bjarna veit þetta eflaust.

  • He he. Engar ungliðahreyfingar hér á ferð en aldrei þessu vant voru áhorfendur á sveitarstjórnarfundi. Þeir fengu kaffi og alles. En það kemur ennþá fyrir að stjórnmálamenn standi við það sem þeir segja í kosningabaráttu og það er bara það sem er í raun að gerast. Svei mér þá.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur