Föstudagur 07.03.2008 - 09:44 - Rita ummæli

Aðild er víst á dagskrá…

Ég skrifaði fyrir allnokkru um að við sjálfstæðismenn þyrftum að herða okkur upp í að setja aðild að evrópusambandinu á dagskrá. Er ekki endilega að segja að við eigum að skipta um kúrs í málinu en það er óskaplega barnalegt viðhorf að halda að með því einu að við viljum ekki ræða málið að þá verði það ekki rætt.

Atvinnulífið er meira og minna að komast á þá skoðun að við eigum að fara inn og það viðhorf ætti að skipta forystu sjálfstæðisflokksins miklu. Þunginn úr þeirri átt eykst stöðugt.

Eins og málum er háttað þá tala þeir sem vilja inngöngu nánast einir um málið, eiga sviðið. Að vísu tuða VG en það tuð er daglegt brauð enda öllu mótmælt úr þeirri áttinni.

Innganga í ESB er að sönnu ekki á dagskrá ríkisstjórnar en umræðan um inngöngu er svo sannarlega til staðar um allt þjóðfélagið hvort sem mínum mönnum líkar það betur eða verr.

Auðvitað þarf Geir að fara varlega svo flokkurinn leysist ekki upp í frumeindir en kannski gerir hann það á endanum einmitt vegna þess að flokkurinn neitar að taka þátt í umræðunni. Telji flokkurinn að ekki eigi að fara inn þá er að verja þá skoðun með umræðum en ekki tilraunum til þess að ræða málið ekki.

Skortur á snerpu og frumkvæði er að verða einkenni á núverandi forystu flokksins.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur