Miðvikudagur 19.03.2008 - 09:39 - 3 ummæli

Efnhagspólitík samfylkingar.

Samfylkingin er í ríkisstjórn núna með mínum mönnum. Sjálfsagt hefur einhverntíma verið meira stuð á stjórnarheimilinu en akkúrat núna. Hér stefnir allt til fjandans segja þeir. Bankarnir vilja fá meira af peningum til að sólunda í vitleysis fjárfestingar á eigin vegum og annarra. Nú er það flókið því vondir útlendingar hafa misst trú á snillingunum úr norðri og vilja selja okkur peninga of dýru verði. Þetta er grafalvarlega staða hjá þjóð sem alin er upp við það að geta bara fengi aura hvenær sem er til hvers sem er. Sama gildir um bankana. Þeir verða að rifa seglin og hætta i bili að lána verbréfa tippurum peninga.

Þessi staða er á allra vörum. Efnahagsmálin eru málin. Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera er spurt. Hún ætlar að gera sem minnst sýnist mér. Geir sjálfum sér líkur, rólegur og lætur lítið fyrir sér fara enda eðlilegt að hið ofur dynamíska hagkerfi okkar komi sér á réttan kjöl sjálft.

Á meðan á öllu þessu gengur er það eina sem samfylkingin hefur til málanna að leggja að við eigum að vera í ESB og notast við evruna. Nú í nokkur misseri hefur þvi verið haldið fram að við getum bara víst tekið upp evruna án þess að ganga ínn í ESB. Þessu hafa menn trúað án þess að hafa neitt sérstakt fyrir sér í því annað en að heyra Eirík Bergmann segja þetta. Kannski er langtíma hagsmunum okkar borgið innan ESB en er þetta það sem skiptir máli í dag?

Mér finnst samfylkingin koma sér undan því að vera með og taka ábyrgð með þessu. Við erum eini flokkurinn sem vill inn er sagt og tónninn allur á þann veg að ef við hefðum drifið okkur inn þá væri hér allt í gúddí. Kannski það.

þarna eru samræðupólitík samfylkingar rétt lýst. Þetta er þörf umræða og góð en gerir ekkert fyrir okkur eins og staðan er núna. Nú er samfylkingin komin í ríkisstjórn og þá dugir ekki að tuða lengur um hluti sem ekki eru á dagskrá núna og engin pólitískur meirihluti er fyrir.

Nú getur enginn skorast undan ábyrgð með ódýrum trixum sem dugðu svo vel í andstöðunni forðum.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Björgvin Valur

    Samfylkingin er þó a.m.k. með eina hugmynd en forsætisráðherra skilaði auðu í gær.

  • Vont að fást við pirraðan forsætisráðherra en við reynum að róa hann með páskaeggi. Stöðvarfjarðarábendingarnar góðar.

  • Ég er ekki sammála þér um að innganga í ESB sé bara framtíðarmúsík. Ýmsir hafa bent á þmt Árni Páll þingmaður samfó að með því að sækja um aðild sé í raun verið að bregðast við stöðunni í dag. Við förum ekki inní myntbandalagið nema að við uppfyllum ákveðin skilyrði. Umsókn mundi því þrýsta á hagstjórn, eitthvað sem svo kallaðir þínir menn virðast ekki kunna.Að ákveða að sækja um inngöngu í ESB er því miklu meira en eitthvað hjal eins og þú ert að gefa í skyn. Þeir sem eru í hjalinu núna eru allir aðrir en samfylkingin, hjal um norræna krónu, svissnenskan franka osfrv. Því fyrr sem þessir aðilar ná að tala sig í gegnum ESB komplexa því betram BíBí er líklega komin hvað lengst af þínum mönnum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur