Mánudagur 24.03.2008 - 11:21 - Rita ummæli

Heilagar skyldur Hallgríms.

Hallgrímur Helgason er merkilegur fýr. Hann skrifar stórmerka grein í fréttablaðið í sl laugardag. Allt vegna þess að einhverjum datt í hug að kasta því fram að Styrmir moggaritstjóri hafi vitað af húsleit hjá baugi forðum, daginn áður en hún átti sér stað. Þorsteinn Pálsson og Kristinn Björnsson eru hinir aðalleikararnir í kjaftasögunni.

Hallgrímur hefur margsýnt okkur það að hann trúir helst því sem hann heyrir sjálfan sig segja ef hann bara segir það nógu oft. Hér gerist það enn og aftur. Þrátt fyrir að söguhetjurnar allar kannist ekki við áburðinn ákveður Hallgrímur að það dugi ekki. Hann einfaldlega veit betur. kannski óþarfi að nefna það að þessi söguskýring er nafnlaus.

Hann auðvitað ræður því hvort hann leggur trúnað á svörin sem hann fær. Það er eins með alla menn. En þeir sem vilja láta taka sig alvarlega geta ekki eytt ævinni í að elta ólar við allar kjaftasögur sem þeim þykir henta þeirra eigin sannfæringu.

Hann talar um heilaga skyldu sína sem rithöfundar að benda í misnotkun valds! Hafa skáld og rithöfundar ríkari skyldur í þessum efnum en aðrir menn? Hann velur að trúa því sem Jón Ásgeir segir um samtöl sín við Jón Gerald. Hann velur að trúa kjaftasögunni nafnlausu frekar en framburði þeirra sem þar voru til umfjöllunar. Allt í góðu með það en þetta hefur bara ekkert vægi. Enginn veit hvað er rétt og hvað ekki en samt fer Hallgrímur enn einu sinni fram og reynir að blása lífi í kjaftasögur sem snúast um æru manna og engin leið er að afsanna enda krefur hann menn um staðfestingu.

Þessi aðferð er löngu þekkt. Látum þá neita því aðferðin. Ég held að þetta sé ekki meðvitað hjá Hallgrími heldur virðist hann algerlega trúa því sem hann vill trúa og lætur ekki ómerkilega hluti eins og sönnunarbyrði trufla sig. Hann taldi það varða þjóðaröryggi að segja okkur hvað Davíð sagði við hann undir fjögur augu. Og upp frá þeim fundi hefur hann verið með Davíð á heilanum og lækning ekki í sjónmáli.

Þeir eru svipaðir hvað þetta varðar Hannes Hólmsteinn og Hallgrímur þó á sitthvorum endanum á kvarðanum. Annar telur Davíð upphaf og endi alls lífs en fullyrðir að maðurinn sé glæpamaður. Báðir eru þessir menn orðnir þreytandi fyrir löngu.

Það eru menn eins og Hallgrímur sem eru smátt og smátt að koma hér upp svipuðum pólitískum móral og hann getur orðið skítugastur í Ameríku. Þessar endalausu tilraunir hans til að klína á menn sem honum er illa við snúast hreint ekkert um heilagar skyldur hans heldur pólitík.

Hitt er svo annað að fjölmiðlamenn komast á snoðir um ýmislegt sem þeir eiga ekki að vita án þess að Davíð Oddsson komi þar við sögu. Jafnvel mætti segja að það gerist daglega. Ég sjálfur get vel trúað því að stundum geti það gerst fyrir tilstuðlan misvandaðra stjórnmálamanna sem sjá sér ýmsan hag af því.

En ég læt þar við sitja þangað til ég veit eitthvað meira en ég eg held. það ætti Hallgrímur líka að gera því fátt er ógeðfelldara en að klína á menn einhverju sem þeir ekki geta af sér svarið. það er gullvæg regla ef ekki hreinlega heilög.

Flottar kjaftasögur geta aldrei komið í staðinn fyrir sannleikann alveg sama hversu oft kjaftasagan er sögð.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur