Þriðjudagur 08.04.2008 - 09:57 - 2 ummæli

Öfgar Árna Finnssonar.

Árni Finnsson skammast í Agli Helgasyni vegna þess að hann vogar sér að taka ekki möglunarlaust undir heimsendaspár snillingsins Al Gore. Kallar hann loddara. Árni Finnsson er skilgetið afkvæmi umhverfisverndar iðnaðarins og nánast orðinn vanhæfur til að fjalla hlutlaust um málefnið.

Hann kallar það hægri öfga að efast. Frá mínum bæjardyrum séð er það nánast fötlun að tapa hæfileikanum til að efast og halda áfram að spyrja spurninga. Al Gore notar sömu aðferðir og öfga prestar í sjónvarpi þar vestra. Þeir sem efast skulu til fjandans. Hvenær fékk Al Gore úrskurðarétt í málinu? Skolaði hann ekki bara á fjörur umhverfisbransans þegar hann hröklaðist við hlátrasköll úr stjórnmálum?

Virðingarleysi Árna fyrir öðrum skoðunum en sínum kristallast hér vel. Mér í sjálfu sér alveg sama hvort öfgarnir hans liggja til hægri eða vinstri. Hann er öfgamaður sem hefur fundið sannleikann eina og þeir sem ekki sjá það sama og hann eru dæmdir menn.

það er fólk eins og Árni sem stendur málefnum umhverfis fyrir þrifum. Fólk sem vill eigna sér hlutina og draga fólk í pólitíska dilka. Ýmsir hægri menn gátu vel hugsað sér herinn burt á sinum tíma en vegna þess að hörðustu vinstri spírurnar eignuðu sér málstaðinn urðu þeir frá að hverfa.

Umhverfismál eru ekki hægri vinstri mál. Þau eru okkar allra og þess vegna væri öndvegsi að fýrar eins og Árni slepptu takinu á málinu og hættu að ata alla auri sem vilja ekki vera sömu skoðunar og kalla þá hægri öfgamenn. það er þannig meðferð á málinu sem kemur í veg fyrir eðlilega umræðu um málið og kemur í veg fyrir sátt.

Enda öfgarnir til vinstri ekki betri. Kannski öðruvísi en ekki betri.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Hárrétt, Rögnvaldur, sammála þér eins og oftast. Árni dettur líka í þann fúla pytt í þessari grein að skilgreina „náttúruvernd“ (á hans forsendum að sjálfsögðu) sem vinstra málefni. Það að vera hægri maður sé sjálfkrafa að vera á móti henni. Ódýrt? En Ögmundur, Kolbrún og Skalla-Grímur komast upp með það dag eftir dag og viku eftir viku að messa í útvarpi BSRB um að þau séu handhafar hins eina rétta sannleika og þeir sem leyfi sér að vera annarrar skoðunar séu nánast réttdræpir, hvar sem til þeirra næst. Er þetta fólk hæft til þess að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi, ég bara spyr?

  • Anonymous

    Augnablik!! Er hægt að tala um umhverfisverndarmál á hægri vængnum þar sem hver dettur um annann þveran við að planta niður stóriðjum?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur