Miðvikudagur 09.04.2008 - 12:55 - Rita ummæli

Geta lögbrot verið heimil?

Þá er loksins búið að taka skýrslu af umferðardónanum Sturlu Jónssyni. Les það að hann geti ef allt fer á versta veg átt von á fangelsi. Óska engum fangelsisvistar en þetta var viðbúið.

Samt finnst mér ótrúlega margir vilja bara gefa honum upp sakir. Losa hann undan landslögum sem þó nýttust svo vel þegar kárahnjúkum var mótmælt með ólöglegum hætti. Og gegn leikfimifólkinufrá Kína sem var handsamað og læst í skólahúsinu.

Get ekki skilið af hverju fólk sér ekki hvaða fordæmi er gefið ef einum er leyft að brjóta lög bara af því að hann er góður gæi með fínan málsstað. Grunar að margir taki afstöðu til þessa máls út frá áunninni andúð á stjórnvöldum og valdboði.

„Látum þessa andskota heyra það, loksins birtist einhver sem þorir að bjóða þessum köllum byrginn“. Allt gott og blessað, þangað til lög er brotin. Flóknara er þetta nú ekki.

Ef allt er rétt hjá okkur er enginn undanþeginn lögum. Hvorki háir eða lágir. Um það hljótum við að verða að vera sammála.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur