Fimmtudagur 10.04.2008 - 13:24 - Rita ummæli

Möller.

það er greinilega ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera ráðherra samgöngmála. Man ekki eftir neinum í svipinn sem almenn sátt var um. Enda hvernig á að vera hægt að gera nógu vel? Í Kristjáni Möller fengu menn það sem þeir báðu um.

Nú kemur stjórnandstöðu blaðrið hans illa í bakið á honum. Hann hefur alltaf verið hagsmunapotari af gamla skólanum. Stundum orðhákur og þegar verst hefur staðið á hjá honum í gengum tíðina stóryrtur í garð þeirra sem vilja samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. það kallaði hann gjarnan að menn hefðu ekki skilning á þörfum landsbyggðar eða að menn væru haldnir andúð á landsbyggðinni.

Hef ekki haft heilsu í að setja mig inn í hvaða stefnu málefni sundabrautar eru að taka undir hans forystu. Kallinn virðist stefnulaus og reikandi þegar kemur að því að framkvæma en kraftmikill þegar kemur að því að gagnrýna menn. Hver man ekki frumhlaupi hans þegar hann gerði tilraun til að eyðileggja heiður og starfsæru verkfræðings í ferju skandalnum?

Nú eru hann og vegamálastjóri ropandi óánægðir með að fólk keyri hvert annað niður ótt og títt á vegum sem eru ýmist í viðgerð eða byggingu. Ekki er langt síðan að banaslys varð við vegaframkvæmdir í garðabæ vegna ónógra merkinga.

Þá litu þessir menn það alvarlegum augum og nú skyldi bætt úr. Þessi sömu alvarlegu augu líta nú á hvert slysið við Voga afleggjarann. Vegamálstjóri var að ýja að því að þeir yrðu að fara að lögum í þesum efnum. Hvaða lög eru það sem banna traustar merkingar á vinnusvæðum? Fatta þetta ekki.

En kannski batnar Möller og lærir. Skyldi samt ekki af hverju hann fékk stólinn í upphafi. Líklega bara til þess að stoppa tuðið, gamalt trix að gera slagsmálahundinn að lögreglumanni.

Hér virðist trixið ekki vera að gera sig.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur