Fimmtudagur 10.04.2008 - 19:18 - 4 ummæli

Sturla býr í bananalýðveldi.

Þreytist ekki á að tala um talsmann vörubílstjóra. þekki þann fína mann ekki neitt en finnst framganga hans vera svo kristaltært dæmi um það þegar menn snúa hugtökum á haus að ég stenst ekki mátið.

Málsstaður hans virðist svo veikur núna að hann ákveður að draga málið niður í pólitík og atar forsætisráðherra auri þegar hann er beðinn um að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna meintra lögbrota sem hann reyndar kannast ekki við núna. Öðruvísi var það reyndar þegar hann stóð keikur í stafni á vetfangi mótmælanna.

Þetta er þekkt og þróuð aðferð því baugsmenn fluttu hana inn og þróuðu. Þegar um allt þrýtur er best að kenna stjórnmálamönnum bara um. Það verður alltaf vinsælt. Sturla Jónsson á bara að svara fyrir sig eins og aðrir þegnar þessa þjóðfélags. Hann er varla undanþeginn landslögum. Það þarf engan forsætisráðherra til þess að krefja hann um skýringar á athæfi sínu. Lögreglunni ber að gera það. Sýnist stuðningurinn mikli sem þessir menn fengu tímabundið hafa ruglað þá í ríminu.

Sturla talar um að hann búi í bananalýðveldi. Það má vel vera rétt hjá honum. Vandinn er að hann skilur greinilega ekki hver er bananinn í þessu lýðveldi.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Sturla Jónsson býr í bananalýðveldi, alveg rétt. En hann er ekki einn um það. Við Íslendingar búum í bananalýðveldi og höfum gert það um nokkurt skeið.

  • Við búum við hæstu stýrivexti í heimi og hótun liggur í loftinu um enn frekari hækkun.Seðlabankinn hefur aðeins verið innan verðbólgumarkmiða í tvö ár frá 2001.Því er spáð að fasteignaverð eigi eftir að falla um 30% á næstu tveimur árum.Krónan hefur fallið um 30% frá áramótum og innfluttar vörur hækkað sem því nemur.Þú ert ansi kokhraustur í gagnrýni þinni á mann sem þorir að mótmæla þessu ástandi.

  • Sæll Sigurður.Sit hér og reyni allt hvað af tekur að finna samhengi í því sem ert að ætla mér. Og ekki síður Sturlu.Er hann með umferðarlagabrotum sínum að mótmæla öllu óréttlæti heimsins að þínu mati?KvKv

  • Sæll Rögnvaldur,Það var tillitslaust af mér að skýra mál mitt ekki betur en þetta.Ég var vitaskuld að tíunda staðfestingar á því að við búum í bananalýðveldi og á sama tíma að gefa í skyn að Sturla ætti hrós skilið fyrir að reyna að mótmæla þeim afleiðingum bananastjórnar sem bitna á honum. Það er í hróplegri andstöðu við þá þrælslund sem við almennt sýnum þegar á okkar hlut er gengið.Kv,SIJ

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur