Föstudagur 18.04.2008 - 15:06 - 4 ummæli

Sérfræði Gunnars Smára.

Menn sem ég ber virðingu fyrir segja mér að Gunnar Smári sé frábær fagmaður. Frjór, skemmtilegur og endalaus uppspretta hugmynda. Þessu trúi ég vel og auk þess er hann á góðum degi stórskemmtilegur.

Breytir þó ekki því að ég get með engu móti skilið hvað Jón Ásgeir fær út úr því að hafa hann í fullri vinnu árum saman við að tapa peningum. Man í svipinn ekki eftir neinu sem hann hefur komið nálægt sem hefur gengið upp.

Hann er nánast orðinn sérhæfður í því hvernig hægt er að gefa út blöð sem enginn vill lesa eða kaupa. Að visu tókst honum eftir að hafa sett Fréttablaðið á hausinn einu sinni að fá menn til liðs við sig sem gátu bæði gefið blaðið út og auglýst í því líka. Það er viss snilld.

Þá var honum spyrnt upp og gerður að stjóra. Það gékk ekki upp hann var þá sendur til Danmerkur til þess að tapa fé á rekstri fríblaðs. Það gékk auðvitað ekki enda ekki vitað til þess að vinnuveitendur Gunnars eigi nógu mikið af fyrirtækjum í Danmörku til þess að halda út auglýsingum í heilu blaði. Þaðan lá svo leiðin til Ameríku í sömu erindagjörðum og ég sé ekki betur í blöðum núna en að það ævintýri sé nú á enda, væntanlega með skelli. Nenni ekki að tala um NFS…

Hvenær er fullreynt? Svo birtist maðurinn í spjallþáttum sérfróður um efnhagsmál. Merkilegt alveg.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Skemmtilegur óvirkur alki, ekkert að marka hann, en ????

  • Anonymous

    Hann er gáfaður, skemmtilegur og lætur hlutina flakka. 99% er rugl, en ein góð hugmynd af hundrað er nokkuð góð statistík.

  • Þráinn Bertelsson

    Að tala um fjármál án þess að hafa reynslu af því að græða eða fara á hausinn er eins og að vera kynlífsráðgjafi án þess að hafa séð hitt kynið bert nema á Netinu.Í landi þar sem Davíð Oddsson er Seðlabankastjóri hlýtur Gunnar Smári að standast allar kröfur sem sanngjarnt er að gera til manna áður en þeir fái að tjá sig um efnahagsmál.Bestu kveðjur og takk fyrir blogg sem er oft mjög skemmtilegt.

  • Ólafur Ásgeirs

    Gunnar Smári er sérkennileg týpa. Ómenntuð úlpa sem komst til valda með því að þegja yfir eignarhaldi Fréttablaðsins nógu lengi til að Jón Ásgeir upplifði einhverja skuld við hann. Tókst svo með dyggri aðstoð Þórdísar J. Sigurðardóttur að tapa á annan tug milljarða í rugli. Mergjað ævintýri.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur