Fimmtudagur 24.04.2008 - 12:51 - Rita ummæli

Pólitísk fötlun.

Pólitík getur verið lamandi. Ég berst sjálfur við það að detta ekki í það að tengja allt og alla við pólitík. Gengur misvel. Nú lifum við tíma þar sem mörgum finnst öllu til fórnandi til að reyna að koma pólitísku höggi á menn.

Bloggarar þar á meðal. Hver á fætur öðrum hamast nú við að nota eðlilegar aðgerðir lögreglunnar gegn skríl sem hefur talið sig starfa í nafni þjóðarinnar sem tæki til að koma höggi á Björn Bjarnason.

Þegar kemur að pólitískri rétthugsun er bara allt leyfilegt. Hvaða máli skiptir það þá að grafa undan lögreglunni? Auka á virðingarleysið. Kannski endar þessi leikur með því að við þurfum ekki lengur að flytja inn fólk sem misþyrmir lögreglunni.

Pólitíkin getur verið lamandi og ég reyni eftir fremsta megni að vera á varðbergi gangvart sjálfum mér. Ef ég sofna á verðinum gæti ég endað eins og Jónas Kristjánsson! Og margir fleiri reyndar, og sumir allajafna öndvegis, en þegar kemur að helv.. pólitíkinni þá fer allt úr skorðum.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur