Þriðjudagur 13.05.2008 - 13:28 - Rita ummæli

Júróvesenæði.

Nú brestur á júróvesen æði. Vorboðinn ljúfi, árvisst partýstand og að líkindum brostnar vonir bókaþjóðarnnar sem lætur eins og hér sé um heimsmeistarakeppni í eðlisfræði að ræða.

Eftir að hin fjölmörgu nýfrjálsu austur evrópsku lönd með dósadiskóið sitt tóku þessa keppni yfir höfum við átt erfitt uppdráttar. það höfum við kallað einu nafni mafíustarfsemi. Sérkennileg niðurstaða því við sjálf mokum stigum í hinar norðurlandaþjóðirnar óháð því hvað þar er á boðstólum. Einsýnt að við verðum að fjölga norðurlandaþjóðum snarlega.

Heyrði framlag okkar í útvarpinu í morgun og þá ryfjaðist upp fyrir mér hvað þessi keppni er handónýt tónlistarlega. Hún hefur verið það lengi en líklega bara á annan hátt en núna. Nú miðast allt við að heilla austur evrópsk ungmenni með gsm síma. Var þetta ekki allt miklu betra þegar við reyndum að heilla miðaldra fólk í dómnefndum?

Keppnin er samt flott sjónvarpsefni og það er tilgangurinn. Við hljótum að falla í kramið núna er það ekki? Erum orðin straumlínulöguð, skerum okkur alls ekki úr. Grútleiðinlegt lag sem gleymist áður en það er búið. Eins og þessi lög öll meira og minna. Líka sigurlögin.

Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur mér ekki verið boðið í partý. Hvernig má það vera?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur