Föstudagur 16.05.2008 - 22:02 - 2 ummæli

Grensás.

Þannig er mál með vexti að ég hef varið drjúgum tíma hjá veikum föður mínum undanfarna mánuði og nú síðast á grensás, sem er endurhæfingastöð hér í bæ.

Það er mögnuð lifsreynsla að koma þangað. Óska að sjálfsögðu engum að þurfa þess en ég get fullyrt fyrir mig að ég er ekki verri maður eftir. Þarna inni er mjög mikið veikt fólk á ýmsum aldri að berjast af lífs og sálarkröftum til heilsu aftur.

Með fulltingi frábærra starfsmanna sem sinna sínu starfi þannig að ekkert nema köllun til þess að hjúkra knýr það áfram. Prófgráður skila fólki þekkingu en hún hjúkrar engum.

Stórbrotið að fylgjast með því hvernig fólk sem sumt hefur litla eða jafnvel enga von um nokkurn bata viðheldur sinni reisn og býr sér til samfélag. Held að þetta fólk sé eitthvert það fallegasta sem ég hef umgengist um ævina.

Í gær var messa. Þær eru einhvernvegin öðruvísi messurnar á grensás. Enginn kór og enginn meðhjálpari. Enginn íburður og söfnuðurinn fullur athygli og líklega hvergi eins mótttækilegur. Einhver undarleg kyrrð. Og fegurð.

Hvergi hef ég fundið eins mikið fyrir því að ég er manneskja og á grensás. Líður alltaf betur þegar ég fer. Fullur bjartsyni og trú á mannkynið og morgundaginn.

Betra getur það ekki orðið.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Rögnvaldur; þú ert flottur karakter með næmni fyrir lífinu og tilverunni sem maður sér allt of sjaldan!

  • Anonymous

    Röggi! Gaman að lesa um þessa reynslu þína. Þekki þessa upplifun af eigin raun. Ég kalla þetta að komast í núið og dvelja þar, sem getur verið erfitt í öllu ruglinu, bullinu og áreitinu sem fylgir venjulegu brauðstriti/lífi fólks. Svo lenda allir á þeim stað í lífinu fyrr eða síðar (vonandi fyrr) að þeir upplifa vanmátt sinn sem einstaklingar en verða því meiri hópsálir og átta sig um leið á því að ég ert þú og þú ert ég. Það er enginn munur á okkur (nema tímabundið) því að öll þráum við í raun það sama og óttumst líka. Á þeim stað losnar fólk við allan hégóma og á það til að verða óttalaust, fullt af fúsleika og kennsluhæft á ný líkt og börn. Maður hefur ekki sterkar skoðanir á neinu, allt er í lagi einsog það er og lífið verður svo miklu betra fyrir vikið. Það má líka kalla þetta æðuruleysi þó mér finnist það ekki alveg ná utan um það sem ég er að reyna segja:) Ef maður er í núinu 100% þá er engin fortíð og engin framtíð og á þeim stað býr enginn ótti heldur barnsleg einlægni og fullkomin sátt. Bestu kveðjur og þakk þér fyrir að deila þessu með okkur

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur