Föstudagur 16.05.2008 - 09:54 - 3 ummæli

Magnús Þór.

Kannski er það er bera í bakkafullann lækinn að ætla að nenna að hafa skoðun á Magnúsi Þór og hans framgöngu almennt, en læt það samt eftir mér.

Stjórnmálamenn hvorki eiga né þurfa að vera eftir einhverri fyrirfram gefinni forskrift. Þeir hljóta að vera eins misjafnir og þeir eru margir og ekki hafa þeir svindlað sér inn. Lýðræðislegar kosningar skola mönnum til þings.

Einhvernveginn gerðist það að Magnús komst á þing. það hlýtur að vera gott og blessað þó ég skilji hvorki upp né niður í því. Magnús virðist haldinn undarlegum félagslegum vanþroska. Hann bregst of oft við mótlæti með spörkum í stað þess að halda sig við málsstaðinn sinn sem hann hefur þó að jafnaði mjög sterkar tilfinningar fyrir.

Og gerist þá orðljótur mjög og heggur í báðar áttir. Hvernig hægt er að ætlast til þess að maður sem er þannig skapi farinn leiði stjórnmálaflokk er mér hulin ráðgáta.

Ég hef sagt það áður að umræðan um innflytjendur og þeirra málefni er þörf hér. Frjálslyndir hafa þorað að taka þá umræðu. Og gott ef ekki eignað sér málsstaðinn og það er afleitt. Magnús Þór getur ekki leitt þá umræðu eins og hann er skapi farinn.

Vel getur verið að einhverjir hafi samúð með því sem hann hefur að segja um málið sem sprengdi allt í loft upp á Akranesi. það fólk forðar sér á hlaupum undan fúkyrðaflaumnum sem nú gengur yfir.

Auðvelt er að sætta sig við að fulltrúar eiginlega hvaða skoðana sem er komist í þing eða í aðrar pólitískar stöður hafi þeir til þess umboð kjósenda. En til þess að endast og ná kjölfestu þá þurfa menn að hafa félagslegan þroska til þess að kunna að gera ágreining og að vera sammála um að vera ósammála.

Og ekki síður hitt, að kunna að tapa, verða undir. Styrkur manna er nefnilega ekki mældur á sigurstundum. Hann mælist best þegar vindurinn stendur bálhvass á andlitið

Samkvæmt mínum mælingum stendur Magnús nú nokkuð halloka og bætir í vindinn ef eitthvað er…

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Spurning hvernig maður mundi sjálfur taka því að vera stunginn í bakið svona.Svik Karenar segja mest um hana sjálfa, hvað varðar mig um hennar skoðun á Magnúsi eða því sem hann setur frá sér, sem kjósanda Frjálslyndra og óháðra á Akranesi. Núna er mitt atkvæði farið til Sjálfstæðisflokksins. Magnús er ekki sá eini sem er reiðiur í þessu máli.Takk fyrir mig.

  • Athylisverð útkoman úr könnun Íslands í bítið þar sem fólk var spurt hvort það væri sammála Magnúsi í þessum málum.útkoman var 70% eru honum sammála og aðeins 30% ósammála. Yfir 2000 manns tóku þátt.Hvað segir þetta þér?

  • Sæll Einar.Niðurstöður úr innhringinga könnunum eru að mínu viti algerlega gangnslaust mælitæki á nokkurn skapaðan hlut. Það að gera skoðanakannanir er vísindagrein.Og svo hitt. Ef þú lest það sem ég er að skrifa þá sérðu að ég tek ekki sterka afstöðu í þeim málum sem áttu sér stað á Akranesi. Bendi hins vegar á að Magnús eyðileggur fyrir sér og fælir hugsanlega þá frá sem honum gætu verið sammála með fúkyrðum og persónulegum og geðillskulegum dónaskap. Magnús hefur fullan rétt á öllum sínum skoðunum og þeir sem ekki treysta sér til að vinna með honum vegna þeirra hafa bara alveg jafn mikinn rétt til þess.Röggi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur