Mánudagur 02.06.2008 - 09:18 - Rita ummæli

Flottir Svíar.

Við erum kátir núna. Komnir á ólympíuleika í handbolta eftir frábæran sigur á Svíum. Allt gékk upp hjá okkur og tóm gleði. Sænski þjálfarinn er jafnvel enn verri en Íslenski þjálfarinn. Hann skiptir bara alls ekki inn á. það kom vel út fyrir okkur í gær.

Nú sé ég það að Svíaofnæmið er í algleymi hjá bloggurum mörgum. Menn pirrast yfir því að Svíarnir kvarti yfir því að hafa verið snuðaðir um eitt mark. Þetta kalla menn að sumir séu tapsárir. Margir geta orðið sárir yfir minna en þessu.

Hvernig ætli við myndum bregðast við svona ótrúlegum mistökum ef þau bitnuðu á okkur? Hér færi allt á annan endann eða jafnvel báða. Myndum líklega tala um alþjóðlegt samsæri gegn okkur. Hugsanlega kæra til allra stofnana sem þekktar eru. Og víðar…

Svíar taka á þessu af reisn sýnist mér. Hafa greinilega kynnt sér reglur og komist að því að mistök af þessu tagi verða ekki leiðrétt og því ákveðið að berja ekki grautfúlum hausnum við steininn heldur andæfa eingöngu. Það er stíll yfir þannig framgöngu.

Er ekki viss um að við búum yfir þannig stíl ef eitthvað er að marka suma alvitra bloggara landsins…

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur