Miðvikudagur 04.06.2008 - 21:47 - 5 ummæli

Hvað er mannsal?

Jón Trausti Reynisson var dæmdur til greiðslu skaðabóta vegna ummæla um Geira á goldfinger. Jón Trausti var ritstjóri Ísafoldar. Hef ekki kynnt mér dóminn en sá vörn ritstjórans á stöð 2 í kvöld.

Mannsal og mafíustarfsemi eru orðin tvö sem hann er hankaður á ef ég skildi manninn rétt. Hann telur dóminn gamaldags og túlkun réttarins þrönga. Væntanlega notast hann sjálfur þá við víða túlkun orðsins mannsal. Hér reynir drengurinn sig við orðhengilshátt. Að saka einhvern um mannsal er bara að saka einhvern um mannsal. Vítt eða þröngt er aukaatriði, sér í lagi fyrir þann sem fyrir klípunni verður.

Engin ástæða er fyrir ritstjórann að tala af léttúð hvorki um orðið sjálft eða slíkan gjörning. það er grafalvarlegt að bera slíkt á menn. Treysti hann sér ekki til að rökstyðja það öðruvísi en honum hafi verið sagt það þá verður hann að eiga á hættu kröfu um ómerkingu og skaðabætur.

Margir verða mér ósammála núna. Aðallega vegna þess að þá langar að trúa þessu upp á Geira. Dugar það? Hvað ef einhver vill smyrja svona hlutum á einhvern sem ekki er auðvelt að trúa þessu upp á? Á að taka öðruvísi á því í þeim tilfellum.

Nei. Höfum þetta einfalt og alla jafna. Sættum okkur aldrei við að einhver geti veist að æru okkar án þess að geta bakkað það upp. Fjölmiðlar geta ekki fengið afslátt af þessari sjálfsögðu kröfu frekar en aðrir.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Hvað er mannsal?Er ekki „mansal“ rétta orðið yfir verslun með fólk. Það hefur gilt um hundruð ára.

  • Anonymous

    Jú, þetta er mansal. Ég hélt reyndar að þetta tengdist verslun með konur. Laxness skrifaði um „hið ljósa man“ var það ekki Íslandssólin biskupsdóttir?

  • Anonymous

    Svo höfum við orðið ,,mansöngur“ sem er fallegt orð og munúðarfullt. Það væri nú þess virði að fletta þessu orði, ,,man“, upp í orðabók. Balzac.

  • Anonymous

    Það hefur engin verið að tala um mannsal nema þú Röggi. Hins vegar snýst umræða um skilning fólks á mansali.

  • Anonymous

    Er þetta ekki nokkuð skýrt bara?“Hugtakið mansal er almennt skilgreint sem verslun með fólk, með eða án samþykkis þess, ef salan byggist á varnarleysi viðkomandi. Samkvæmt rannsókn sérfræðinga á samningum íslenskra nektarklúbba við nektardansmeyjar hefur sannast að konur sem starfað hafa á nektarklúbbunum hafi verið seldar mansali“Geiri Goldfinger er klárlega í mansalsbransanum

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur