Laugardagur 14.06.2008 - 10:43 - 2 ummæli

EM

Einhvernvegin hélt maður að rúv myndi gera í íþróttabuxurnar í umsjóninni með útsendingum frá EM í fótbolta. það hefur ekki gerst þó ég skilji ekki hvernig hægt er að komast upp með að einoka dagskránna við fótbolta.

Spjall Þorsteins Joð við Auðunn og Pétur í kringum leikina er flott. Vegna tímasleysis tekst ekki að draga þær á langinn sem er ánægjuleg tilbreyting. Auk þess eru þeir reyndir leikmenn með annan og nýjan vinkil á hlutina en þjálfararnir sem yfirleitt hafa verið fengnir til sérfræðispjalls.

Flottur fótbolti hjálpar svo til. Hollendingar og Króatar fara á kostum ásamt Spánverjum. Gaman að því en mér segir svo hugur að ekkert þessara liða vinni mótið. Blússandi sóknarleikur vinnur sjaldan mót. Króatarnir þó líklegastir þessrar þjóða. Þeir hafa drápseðlið og eru töffarar. Hollendingar eru flottir í meðbyr ef enginn fer í fýlu og ofurviðkvæmt taugakerfi Spánskra er alþekkt. það vill virkjast þegar spennan magnast. Portúgal lítur vel út en mér finnst þeir vera næstum því frábærir…

Neibb. Líklegast að einhver taktísk lið vinni mótið. Og ekki endilega lið sem eru í besta standinu akkúrat núna. Vonandi hef ég rangt fyrir mér en ég hef margoft séð það að hreinir hæfileikar duga ekki alltaf til að vinna svona mót. Andlegi þátturinn ræður líklega jafn miklu ef ekki meiru.

Þá koma Ítalir og Þjóðverjar sterkir inn, og fleiri.

Hvað veit ég?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur