Jóhannes Jónsson matarokrari og orðhákur ætlar að stefna ríkinu í haust. Hef ekki minnsta grun um á hvaða forsendum en hann hlýtur að finna þær ásamt hálaunuðum súper lögfræðingum sínum.
Hann er auðvitað stórmóðgaður blessaður karlinn að þurfa að standa reikningsskil gerða sinna eins og aðrir þegnar þessa lands. það eru líka allir búnir að segja honum að spilling og pólitík hafi ráðið, eða sagði hann það kannski sjálfur? það telst líklega full sönnun og því ekki annað að gera en að stefna.
Og þá dugar ekkert minna en að stefna ríkinu og krefjast í leiðinni afsagnar helstu manna. Lítillæti er ekki að þvælast fyrir auðkýfingnum. Ég mun fylgjast spenntur með enda verður gaman að sjá á hverju stefnan mun byggjast.
Kannski þetta verði venjan í framtíðinni hjá venjulegum Jónum þessa lands þegar þeir verða ákærðir. Verði þeir ekki sakfelldir fyrir öll ákæruatriði þá er stefnt enda augljóst að um ofsóknir mun vera að ræða.
Jóhannes hefur birst okkur undanfarna mánuði grátbólginn af þreytu og kvartað undan því að þessi mál hafi tekið frá honum 6 ár ævi sinnar. Stóryrtur að vanda og óheflaður. Nú bregður svo við að hann vill endilega meira af málaferlum.
Að þessu sinni hreinlega hlægilegum málaferlum. Varla getur nokkrum einasta manni dottið í hug að milljarðamæringuinn móðgaði muni fá neitt út úr þessu brölti. Hann vissulega hefur efni á þessu og líklegt að þetta ýti undir bólgið egóið auk þess sem hann mun finna nokkuð til sín.
Annað bitastætt verður ekki í boði.
Röggi.
Ef að þú værir undir rannsókn lögreglu í sex ár án þess að verða dæmdur sekur um nokkurn skapaðan hlut værirðu ekki svolítið ‘pissed’?Það er algjör brandari að uppnefna manninn matarokrara í ljósi þess að hann selur ódýrustu matvöru landsins.Það er full ástæða til þess að fara í mál vegna þessa pakks sem situr í skjóli Björns Bjarnasonar í hinum og þessum stöðum innan lögreglunnar.Þessi pistill þinn hljómar eins og þér sé illa við fjölskylduna. Hefur hún farið illa með þig eða ertu bara í þeim væng Flokksins sem hatar hana eins og pestina?
Já, svona er það nú. Við munum hvernig hann lét DV ráðast með dylgjum á bæjarstjóra Seltjarnarness þegar bærinn hafnaði stórhýsi sem Bónus vildi reisa þar. Þar átti að ræna mannorði. Þvílíkur yfirgangur.Þeir settu sig svo niður rétt hjá, en Reykjavíkurmegin.Þessir menn svífast einskis.
Mikið rosalega ertu dónalegur og ókurteis. Bloggin þín eru nánast alltaf neikvæð. Þér hlýtur að líða illa.
Röggi þú ert ágætur. Ekki síst þar sem þú vilt greinilega vera sannur sjálfstæðismaður. Síðast þegar ég vissi fól það m.a. í sér virðingu fyrir borgaralegum réttindum og frelsi einstaklingsins, ekki síst gagnvart ríkisvaldinu; sanngirni og góðu siðferði; ríkri réttlætiskennd; hugrekki en ekki hugleysi; stórmennsku en ekki óvildarlegri smámennsku og níðingsskap sem oft einkennir kommana. Ef þú ert vel gefinn, vel upp alinn, hefur hæfileika til að setja þig í spor annarra og ert sannur sjálfstæðismaður er óhugsandi annað en að þú fáir samúð með málstað Jóhannessar. Jafnvel þótt þér líki ekki vel við hann persónulega og hann sé ekki í uppáhaldi hjá þeim þingm./ráðh. sem þú vilt styðja. Samherji.
Ég er svo sammála naufnlausum. Mér finnst þú neikvæður og dónalegur. Það á enginn, hvorki ríkur né fátækur, að þurfa að sitja undir svona svívirðingum. Maðurinn var dæmdur saklaus og er búinn að vera á milli tannanna á íslensku þjóðinni sl. 6.ár.
Ég er sammála Rögga. Þetta fólk telur sig yfir alla hafið og vælir stöðugt í fjölmiðlum að einhverjir menn séu vondir. Og nú vill það halda málaferlum áfram.Var ekki Jón Ásgeir dæmdur? Maðurinn er sakamaður vegna þess að hann braut lög.Jóhannes í Bónus er ekkert að fara í mál til að fá bætur og gefa ágóðann fátækum. Hann fer í mál til að halda Baugsmálinu vakandi. Gleymum því ekki að hann notaði auð sinn til að standa fyrir smekklausustu pólitísku auglýsingum sem sést hafa á Íslandi.Þessir menn svífast einskis og nú á að halda áfram í pólitískum tilgangi og til að halda málinu áfram í þeirri von að uppskera áfram stuðning auðtrúa sakleysingja. Ömurlegt.
Það eru allt aðrir sem telja sig yfir aðra hafna. Þeir finnast helst á launum hjá ríkinu. Ert þú kannski einn af þeim? „Sakamaður“ – líttu þér nær. Greinilega enginn hörgull á illgjörnu fólki í þessu þjóðfélagi frekar en í gjörvallri mannkynssögunni – sem gleðst yfir vanlíðan fólks sem verður fyrir hrottaskap.
Rosalega eru margir hérna sem kommenta sem nafnlausir. Af hverju skyldi það stafa? Ég skil hins vegar ekki að sjálfstæðismaðurinn þú skulir fjalla svona mikið um Baugsmál þegar búið er að lýsa því yfir af Flokknum að umræða um þau séu tillitsleysi gagnvart honum. Kannski að sú yfirlýsing hafi einmitt staðfest pólitískar rætur málsins?
„Flokkurinn“ lýsti engu slíku yfir. Það voru sjónarmið einstaklinga. Þetta mál hafði í raun ekkert með flokkinn að gera heldur aðeins örfáa einstaklinga innan hans, sem höfðu reyndar mjög mikil völd og áhrif í skjóli hans. Þær rætur málsins eru hafnar yfir allan vafa. Ágætustu valdamenn geta farið út af sporinu. Ágætasta fólk getur reiðst og hegðað sér fíflalega, jafnvel misst glóruna vegna t.d. sjúkdóma. Risavaxin mistök geta átt sér stað og aukist enn meira í meðförum margra. Bara verra (mun verra) þegar þetta hendir valdamikla stjórnmálamenn og menn í kringum þá í stjórnkerfinu. Og erfiðara að bregðast við því. Það er alltaf alvarlegt þegar stjórnvöld fremja glæpi. Hitt er svo annað mál að hvorki ég þú né flestir aðrir eru neinir englar. Þetta er alltaf spurning um hvar mörkin liggja. Meðan við hin höldum sönsum ber okkur skylda til að nenna að leggja pínulítið á okkur til að bæta umhverfi okkar eða passa að það versni ekki mikið (á við um „Flokkinn“ okkar, okkur sjálf og þjóðfélagið í heild). Við værum lítils virði ef við nenntum því ekki af og til!
Hornsteinn okkar réttarkerfis er jafnræði og meðalhóf.Dettur einhverjum í hug að í Baugsmálinu hafi þetta verið haft að leiðarljósi.
Var einhver að tala um að svífast einskis?Hér er tengill á umræðu um að svífast einskis:http://eyjan.is/silfuregils/2008/07/10/einstakur-embaettismadur/#comments
Fyrirsjáanlegur