Föstudagur 11.07.2008 - 20:02 - 2 ummæli

Guðmundur kemur til skjalanna..

það er auðvitað ekki fyrir venjulegan mann að skilja lætin sem nú eru í kringum starfslok Guðmundar þóroddsonar hjá OR. Allur almenningur er með það á hreinu að þegar þú lætur af störfum þá hefur þú ekkert að gera með gögn sem tilheyra vinnuveitenda sínum, fyrrverandi.

Guðmundur fetar svo í fótspor þórarins Viðars sem vann hjá símanum og heldur áfram að aka á bíl og nota bensínkort eins og ekkert hafi í skorist. Sá Guðmund á kastljósi áðan…

Þunglamalegur og ósympatískur með afbrigðum. Þekkir alls ekki muninn á orsök og afleiðingu. Telur það sanna sitt mál að vegna þess að nú sé að honum veist hafi það verið honum brýn nauðsyn að taka skjölin til varðveislu. Hér er öllu snúið á haus svo eftir hlýtur að verða munað. Hefði hann ekki tekið skjölin þá hefði enginn verið að „veitast“ að manninum.

Kæruleysislegt yfirbragðið virðist mér benda til þess að honum sé í raun alveg nákvæmlega sama um hvað öðrum finnst. Sléttsama um almenningsálitið, enda er það álit reyndar oft óskiljanlegt. Virkar eins og ofdekraður ríkisforstjóri úr fortíðinni.

Þreyttur og piraður á því að geta ekki bara farið sínu fram án þess að hinir og þessir séu með nefið ofan í hlutunum. Fulltrúi gamals tíma sem vonandi kemur ekki aftur..

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Það virðist engin gera sér grein fyrir AFHVERJU maðurinn tekur öll þessi skjöl með sér?!Vegna þess að ÞARNA eru ALLAR staðreyndir REY og tilheyranda mála skráðar. Hver sagði hvað og hver vildi og hver fyrirskipaði. Lítill fugl hvíslaði því að þarna ætlaði hann sér að hafa sjálfstæðismenn á sínu „valdi“ því þarna væru sannanir fyrir óheildum þeirra og hvernig þeir ætluðu að „stela“ allri innanhús þekkingu Orkuveitunnar og gefa „sínum“ mönnum nánast frítt til afnota í næstu 20 ár.

  • Anonymous

    Það er víst alveg á hreinu að það er eins gott að hafa öll samskipti skjalfest þegar maður dílar við þetta lið sem núna ríður rækjum í orkuveitunni.Bullið og rangfærslurnar hafa verið þvílíkar að hann á eftir að þurfa að halda sannleikanum til haga.Hrannar

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur