Laugardagur 19.07.2008 - 23:55 - 2 ummæli

Myndbandið um götustrákana.

Eins og margoft áður verð ég að leggja orð í belg. Hef allt frá þvi ég byrjaði bloggbröltið mitt bent á að hér vaða uppi menn um allt þjóðfélagið sem skara eld að sístækkandi köku sinni með aðferðum sem sagan mun dæma hart.

Myndbandið um FL group er enginn nýr sannleikur fyrir mig. Þetta eru staðreyndir sem hafa legið fyrir lengi. Þessi hópur manna hefur farið um sem stormsveipur og sópað til sín þúsundum milljóna sem þeir hafa látið félög sem þeir hafa keypt út og suður borga sér aftur og aftur.

Daglegt bruðlið er í raun smámál. Stöku 100 milljónir hingað og þangað í ráðgjafasporslur fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Hver tekur eftir því þegar milljarðarnir, milljarður er 1000 milljónir, fara að renna í hyldjúpa vasana. Og félögin skilin eftir í blóðugum skuldum. Og hverjum ætli blæði á endanum mest? Kannski mér? Nú eða þér???

Engar upplýsingar í þessu myndbandi eru nýjar en samt hefur ríkt undarleg þögn um þessa svívirðu, og ýmsa aðra sem þessir aðilar stunda. Lengi var Baugur í pólitísku skjóli. Það var þegar andstæðingar Davíðs sáu sér leik á borði og gengu í lið með Jóni Ásgeir og hófu að kenna Davíð um allt og ekkert. Upp frá því var Baugur stikkfrí og er það enn.

Þeir sem voga sér að tala illa um Baug og Jón Ásgeir eru vondir sjálfstæðismenn sem vilja verja Davíð! Trikkið gékk upp. Davíð er örugglega hitt og þetta en viðskipti Jóns Ásgeirs og félaga hafa bara ekkert með Davíð að gera.

Veit ekki hver vogaði sér að gera þetta myndband. Vona að sem flestir sjái það og geri sér grein fyrir því að þarna eru staðreyndir á ferð. Hætti að velta því fyrir sér hvaða bakgrunn þeir hafa sem koma með ásakanirnar og fari að snúa sér að því að fletta ofan af þessum mönnum sem hafa sópað til sín fleiri þúsundum milljóna árum saman og skilið allt eftir í rúst og skuldum sem þeir ætla sér ekki að borga.

Hannes Smárason er vissulega fallinn af stalli þó varla hafi hann fallið slyppur og snauður. En hver ætli sé nú aðal í þessum félagsskap? Hver hefur tögl og hagldir? Er aðaleigandi í flestum tilfellum og formaður stjórna.

Veit einhver hvað sá maður heitir?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Þegar ég hef séð Hannes Smárason, þá finnst mér að þarna sé á ferð svona rétt yfir meðallagi sölumaður, t.d. bílasali eða svona sölumaður sem gengur í hús og selur Alfræðiorðabækur. Hann hefur aldrei virkað á mig sem einhver klár kall sem eigi að höndla með milljarða.

  • Anonymous

    spurning hvort almenningshlutafélagið FL Group borgaði fyrir þennan bát eins og almenningshlutafélagið Baugur greiddi fyrir VIKING bátana ?http://yachts.monacoeye.com/pages/heesen_yachts_13844_101_001.html

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur