Föstudagur 25.07.2008 - 22:33 - 9 ummæli

Ranglátur minnihluti.

Hver hefur áhuga á saving Iceland í dag? Mótmæla ofbeldi innfluttra aðila er fyrir lifandis löngu orðið hlægilegt. Aðferðirnar hafa alltaf verið lögbrot ef ég er spurður. Að ryðjast inn á vinnandi fólk í þeim tilgangi að reyna að koma í veg fyrir fullkomlega löglega hluti er bara hægt að kalla ofbeldi og vanvirðingu við lýðræðið.

Vörubíla mótmælin viðfrægu voru sama merki brennd. Og líka skrílslætin þegar nýjasta útgáfan af borgarstjórn Reykjavíkur tók við. Í öllum þessum tilfellum ryðst fólk fram í nafni lýðræðis en er í raun að skrumskæla það.

Ekkert yfirvald bannar mótmæli eða setur neinar skorður á tjáningu, öðru nær. Hnefarétturinn er bara fyrir löngu aflagður. Af hverju fólk telur nauðsynlegt að brjóta á öðru fólki um leið og það lýsir sig áánægt með löglegar ákvarðanir er mér fyrirmunað að skilja.

Hvað varð um virðingu fyrir ákvörðunum meirihlutans? Hver getur svipt meirihlutann réttinum til að taka heimskulegar en löglegar ákvarðanir? Anarkismi er í besta falli barnalegur.

Höldum okkur við grundvallaratriðin því aðeins þannig tryggjum við lýðræðislegar niðurstöður. Upphlaup sem beinast gegn því að lýðræðið nái fram að ganga á ekki að líða.

Réttláttur minnihlutinn verður annað hvort að andæfa löglega eða bíða næstu kosninga…

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Anonymous

    Ef einginn hefði nótmælt ólöglega í gegnum tíðina, þá værum við ennþá að sveifla okkur í trjánum.

  • Anonymous

    Ef einginn hefði mótmælt ólöglega í gegnum tíðina, þá værum við ennþá að sveifla okkur í trjánum.

  • Sjálfstæðismenn gerðu sig seka um glæp gegn lýðræðinu í Rvk þegar þeir settu ‘fíflið’ í borgarstjórastólinn. Það var full ástæða til að mótmæla því og reyna að koma fyrir þá vitinu þeirra vegna.Það er reyndar reginmunur á því að mæta á áheyrendapalla þar sem stjórnmálafundir fara fram og vera með læti eða nota risastóra trukkinn sinn til að stoppa umferð og kasta svo grjóti í lögregluna. Þ.a.l. er þetta frekar kjánaleg færsla hjá þér (reyndar ekki sú fyrsta)…

  • Æji góði Rögnvaldur! Vertu ekki svona hryllilega ferkantaður! Samfélög hefðu ekki tekið neinum breytingum frá Miðöldum ef fólk sýndi ekki borgaralega óhlýðni þegar því ofbýður.

  • Ein frægasta setning íslandssögunnar eru orð Jóns forseta „vér mótmælum“. Samkvæmt þínum röksemdum myndi þetta flokkast sem skrílslæti.

  • Anonymous

    Það er hægt að koma málstað sínum á framfæri á mun gáfulegri hátt svo eftir verði tekið. Svona ofbeldi styður ekki þennan málstað sem á vissulega fullan rétt á sér eins og aðrar skoðanir um hin ólíkustu mál.Þegar svona aðgerðir eru farnar að trufla vinnu og daglegt líf hins vinnandi manns, missir málstaðurinn marks og þar með samúð.KJ

  • KJBíddu…. Og hvaða stóru mál í sögunni hafa náð fram að ganga án þess að trufla „daglegt líf hins vinnandi manns“?Hvaða rugl er þetta!

  • Anonymous

    ég er sammála Heiðu með það að þú ert oft ansi ferkantaður í skoðunum þínum. Spurning hvort þú ættir ekki að kalla þig „Rögga ferkant“ nú eða trekant

  • Anonymous

    það er algerlega fáránlegt að bera saman mótmælin gegn borgarstjóranum og saving iceland/trukkabílstjórana

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur