Föstudagur 22.08.2008 - 20:07 - 10 ummæli

Lýðræði Dags B.

Mikið er nú gott að nýr meirihluti er tekinn við í borginni. Hann er kannski ekkert sérstaklega nýr. Nú er nánast búið að endurnýja sambandið sem fór út um þúfur þegar mínir menn klúðruðu . Gömul saga…

Hún er líka gömul sagan um viðbrögð þeirra sem ekki eru í meirihluta. Upphrópanir og slagorðaflaumurinn magnaður. 15 menningarnir hafa hver um annan þveran eytt hálfu kjörtímabili í að reyna að ota sínum tota og komast sem næst því verða aðal. Flestir virðast hafa logið meira og minna á einhverjum tímapunkti.

Nú var komin upp staða sem bauð ekki upp á annað en nýjan meirihluta. Það er skylda þessara fulltrúa að mynda meirihluta. Lýðræðisleg skylda. Ekkert annað í boði, alls ekkert. Þeir sem geta og vilja mynda slíkan meirihluta eru því ekki að gera neitt annað en það sem þeim stendur skylda til. Alveg eins og félagi Dagur gerði þegar hann sjálfur laumaðist til að mynda kvartettinn sáluga.

Núna kallar hann þetta misnotkun á valdi og lýðræði. Þvílíkur vaðall. Stundum held ég að stór hópur þeirra sem sífellt hrópar á torgum um lýðræði skilji hreinlega ekkert um hvað lýðræði snýst. Hvernig getur meirihlutinn misnotað lýðræðið núna? Í hverju er misnotkunin fólgin?

Hvað er ólýðræðislegt við það að skipta um samstarfsaðila á miðju kjörtímabili? Hvaða vald er þar misnotað? Hvenær tapa stjórnmálamenn réttinum til að fylgja sannfæringu sinni? Eða að skipta um skoðun.

Lýðræðið er tryggt hér hjá okkur. Það liggur í kerfinu. Við kjósum okkur fulltrúa sem að afloknum kosningum rotta sig svo saman og mynda meirihluta ef svo ber undir. Slíkt samstarf er bara þannig að stundum getur slitnað upp úr því, af ýmsum ástæðum.

Þá stokka menn upp á nýtt. Og upphaflegu reglur lýðræðisins enn í fullu gildi. Fínt system segi ég en Dagur B Eggertsson skilur lýðræðið ekki svona.

Lýðræðið hans snýst um að hann sé aðal…

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Anonymous

    Hvernig væri að þú og þið sjálfstæðismenn reynduð að sjá bjálkan í eigin auga !Að sjáskrifin hjá þér !Dagur þetta og Dagur hitt !

  • Héðinn Björnsson

    Hægrimenn í Reykjavík ættu að fara að íhuga nýtt framboð því það munu líða áratugir þar til Reykvíkingar munu treysta Sjáfstæðisflokknum.

  • Sæll RöggiÁhugavert myndlíkingarmál úr íþróttum sem þú notar. „Þínir menn“. Verða þínir menn ávallt þínir, sama hvað þeir gera af sér? Kv.

  • Anonymous

    Eins og Daði ýjar að hér að ofan, þá er ekkert eins kjánalegt og fólk sem „heldur með“ stjórmálaflokki eins og fótboltaliði.Kjánaleg skrif Röggi.

  • Anonymous

    … ég átta mig ekki alveg á þessum pistli. Er það ekki þannig að lýðræði er í sífeldri þróun og leikreglurnar breytast á hverju ári. Það getur ekki verið að nokkur maður sé sáttur við þá útfærslu sem hefur skilað okkur þá vitleysu og ráðaleysi sem við höfum þurft að horfa á í RVK undanfarið.Ég er sannfærður um að lýðurinn, hvers eigendur eru að lýðræðinu, vilja breyta þessum leikreglum og t.d. leyfa nýjar kostningar á miðju kjörtímabili, þegar í óefni er komið.Leikreglurnar eru ekki settar til þess að stjórnmálamenn geti notað þær til að klækjast áfram.Það er hollt öllum að muna hvaða valdið kemur, ef það er ekki notað rétt BER að stokka upp leikreglurnar.

  • Finnst þér ekkert óeðlilegt við það að innan við 30% af „lýðnum“ er fylgjandi því sem þínir menn hafa verið að gera á þessu ári? Eiga fulltrúarnir ekkert að taka mark á lýðnum nema á 4 ára fresti þegar öllu fögru er lofað?Í alvöru íþróttaliði væri löngu búið að reka þjálfarann og skipta mönnum út, þar sem þeir hafa verið að skora endalaus sjálfsmörk…

  • Anonymous

    Röggi ferkanntaði!Skrif þín eru dæmigerð fyrir fólk sem hefur ekki skoðanir. Þú heldur með „flokkinununum þínum“ og lætur nokkrum besefum eftir að hafa skoðun fyrir sig. Svo stendur þú á hliðarlínunni og kallar, áfram áfram.

  • Anonymous

    Þetta er allt dagsatt hjá þér. Eg er viss um að þín bíður björt og fögur framtíð í skjóli flokksins okkar.Við höfum endalausa þörf fyrir menn eins og þigFlokkseigendafélagið

  • „Nytsamir sakleysingjar“… Það er hugtakið yfir fólk sem fylgir stjórnmálaflokk eins og fótboltaliði nú eða körfuboltaliði…

  • Anonymous

    Ig: er „fávitar“ ekki réttara orð til að lýsa þessum hópi fólks?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur