Fimmtudagur 28.08.2008 - 10:48 - 3 ummæli

Biskupinn.

Ég hef áður skrifað um Sigurbjörn biskup og skammast mín hreint ekki fyrir að gera það aftur nú þegar hann er genginn. Hann var einhvern veginn Biskupinn með stóru béi.

Yfir honum var alltaf einhver augljós viska. Yfirvegun og festa en samt mildi. Í mínum huga alger yfirburðamaður alla tíð. Aldrei yfirborðskenndur sem hefur loðað við suma biskupa. Þeir hafa allir verið að reyna svo mikið að vera biskupar, leiðtogar. Sigurbjörn hafði ekkert fyrir því. Hann var biskup.

Auðvelt og áreynslulaust að hlusta á hann. Laus við helgislepju og talaði mannamál. Fræðimaður af guðs náð og tókst að vera áhugaverður og lifandi en ekki skraufþurr eins og títt er um fulltrúa Guðs hér á jörð.

Ég fattaði fyrst hvað lifandi trú er þegar ég fór að taka eftir Sigurbirni. Enda mun hann lifa með þjóðinni um ókomna tíð.

Blessuð sé minning hans.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur