Fimmtudagur 11.09.2008 - 12:24 - 2 ummæli

Amatörismi hjá rúv.

Horfið á landsleikinn við Skotland í gær. Get vart orða bundist því starfsmenn íþróttadeildar rúv allt að þvi eyðilögðu leikinn. Þeir lýstu nær eingöngu störfum dómarans og ég leyfi mér að fullyrða að leitun sé að sjónvarpsstöð sem býður upp á svona amatörisma.

Getur verið að rúv ætli að bjóða upp á það í framtíðinni að menn hagi sér svona? Spjallið sem þeir Snorri og Þórhallur Dan áttu yfir leiknum hefði verið fínt á knæpu í góðra vina hópi.

Við vorum búin að koma okkur upp fyrirfram skoðun á þessum dómara og það skein í gegn. Að mínu mati var hann ekkert sérstakur í leiknum en stóru ákvarðanirnar var hann með kórréttar.

Ekki er mjög langt síðan starfsmaður íþróttadeildar rúv viðhafði fáránleg ummæli um bandarískan spretthlaupara þar sem honum tókst í einni setningu að svívirða bæði samkynhneigða og svarta.

Er þetta að verða munstur? Hef fulla trú á ritstjóra íþróttadeildar rúv og er þess fullviss að hann snýr við blaðinu í þessum efnum. Annars er hætt við að sú virðing sem menn eins og Bjarni Fel byggðu upp áratugum saman gufi upp á skömmum tíma.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Johnny Bravo

    Hefurðu horft á landsliðið í handbolta? Það er nú langverst en það er nú kannski af því að það kann enginn reglurnar í þeirri „íþrótt“…og hvað þá dómararnir…

  • Johnny bravo: Málið er að í handboltanum þá er þetta meira svona „HA? Hvað er dómarinn að pæla, þetta var brot/lína/leiktöf…“ á augnablikinu sem atvikin gerast, meðan að í lýsingunni í gær, þá tuðuðu lýsendurnir heila og hálfa leikinn um dómarana og sögðu ekki spurningu vera að hér væri á ferð versti dómari sem hægt væri að finna o.s.frv. Ég hef allavega ekki hingað til orðið vitni að svona lýsingu áður í íslensku sjónvarpi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur