Hermann Hreiðarsson fyrirliði landsliðsins í fótbolta er einstakur náungi. Glerharður og skemmtilegur eins og Vestmannaeyingar eru almennt. Veit ekki um nokkurn mann sem ekki ber mikla virðingu fyrir Hermanni.
Hress og hreinskiptinn og baráttumaður umfram allt. Eitthvað svo mikið Íslenskur hann Hemmi. Frægur fyrir uppátæki sín og ærsl. Lífið og sálin í hverjum hópi.
Þorgrímur Þráinsson tók kappann tali fyrir 24 stundir. Er að reyna að ryfja upp hvort ég hef nokkurn tíma lesið slappara viðtal. Eins og tveir smástrákar séu á spjalli þar sem allt snýst um að toppa síðustu grobbsögu.
Í þessu tilfelli snúast sögurnar og viðtalið i raun að stærstum hluta um slagsmál. Hvern Hermann hafi nú meitt mest og hvern síðast í gannislag auðvitað. Tíunduð 40 mínútna slagsmál á hótel herbergi við annan landsliðsmann, allt í góðu auðvitað, en þó tekið fram herbergið hafi verið í rúst.
Hér gleyma þessi öndvegismenn því báðir að Hermann er fyrirmynd, eða á að vera það. Ungir íþróttamenn og konur líta upp til hans. Þess vegna held ég að skynsamlegast sé að gera sem minnst úr þessari slagsmálaáráttu Hermanns. Einnig finnst mér valið á fyrirsögninni hreinlega barnalegt enda ekki mjög margir sem hafa sannfæringu yfir því að slagsmál séu góð leið til samskipta almennt.
Hörmungardagur hjá öllum viðkomandi.
Röggi.
Rita ummæli